Inter áfrýjar gegn leikbönnum - Mourinho lýsir yfir sakleysi sínu Ómar Þorgeirsson skrifar 23. febrúar 2010 16:15 José Mourino í leiknum gegn Sampdoria. Nordic photos/AFP Ítalíumeistarar Inter hafa áfrýjað gegn leikbönnum sem aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins dæmdi á hendur knattspyrnustjóranum José Mourinho og leikmannanna Esteban Cambiasso og Sulley Muntari. Mourinho var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að svívirða ítrekað dómara og aðstoðardómara leiksins gegn Sampdoria í ítölsku deildinni um síðustu helgi og láta líta út fyrir eins og hann væri í handjárnum með því að krossleggja hendur og lyfta þeim á loft. Inter missti tvo leikmenn af velli í fyrri hálfleik í leiknum en það voru miðverðirnir Walter Samuel og Ivan Cordoba en leikurinn endaði 0-0 og fara varnarmennirnir sjálfkrafa í eins leiks bann. Muntari fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir að svívirða dómarann þegar hann var á leið útaf vellinum og Cambiasso fékk einnig tveggja leikja bann fyrir að reyna að kýla leikmann Sampdoria í leikmannagöngunum á leið til búningsherbergja eftir leikinn. Ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddu hvenær áfrýjanirnar verða teknar fyrir en Mourinho lýsir yfir sakleysi sínu í málinu og talsmaður hans segir að látbragð hans hafi verið rangtúlkað. „Það sem Mourinho var að gera hafði ekkert að gera með dómarann og var ekki skilaboð til hans. Það sem hann var að meina var að það væri hægt að handtaka hann og færa hann í burtu en það myndi ekki komi í veg fyrir að Inter myndi vinna, jafnvel þó svo að liðið spilaði tveimur leikmönnum færri," sagði talmaðurinn Eladio Parames í viðtali við ANSA í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Ítalíumeistarar Inter hafa áfrýjað gegn leikbönnum sem aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins dæmdi á hendur knattspyrnustjóranum José Mourinho og leikmannanna Esteban Cambiasso og Sulley Muntari. Mourinho var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að svívirða ítrekað dómara og aðstoðardómara leiksins gegn Sampdoria í ítölsku deildinni um síðustu helgi og láta líta út fyrir eins og hann væri í handjárnum með því að krossleggja hendur og lyfta þeim á loft. Inter missti tvo leikmenn af velli í fyrri hálfleik í leiknum en það voru miðverðirnir Walter Samuel og Ivan Cordoba en leikurinn endaði 0-0 og fara varnarmennirnir sjálfkrafa í eins leiks bann. Muntari fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir að svívirða dómarann þegar hann var á leið útaf vellinum og Cambiasso fékk einnig tveggja leikja bann fyrir að reyna að kýla leikmann Sampdoria í leikmannagöngunum á leið til búningsherbergja eftir leikinn. Ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddu hvenær áfrýjanirnar verða teknar fyrir en Mourinho lýsir yfir sakleysi sínu í málinu og talsmaður hans segir að látbragð hans hafi verið rangtúlkað. „Það sem Mourinho var að gera hafði ekkert að gera með dómarann og var ekki skilaboð til hans. Það sem hann var að meina var að það væri hægt að handtaka hann og færa hann í burtu en það myndi ekki komi í veg fyrir að Inter myndi vinna, jafnvel þó svo að liðið spilaði tveimur leikmönnum færri," sagði talmaðurinn Eladio Parames í viðtali við ANSA í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira