Vésteinn með blaðamannafundinn í eldhúsinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 19:00 Helga Margrét og Vésteinn (í gegnum netið) á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Valli Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn. Innlendar Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn.
Innlendar Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira