Mundu mig - ég man þig Gerður Kristný skrifar 1. mars 2010 06:00 Dagblaðaútgáfa verður seint talin arðvænleg á Íslandi. Markaðurinn er lítill og það kemur vitaskuld bæði niður á auglýsinga- og lausblaðasölu. Lítið rúm virðist vera fyrir neina sérhæfingu. Um leið og einhver fjölmiðillinn dettur niður á sniðugheit eru hinir ekki seinir að vilja reyna sig líka. Blöðin hafa, líkt og aðrir fjölmiðlar, þurft að sigla í gegnum djúpa öldudali og margir því miður sokkið með manni og mús. Atvinnuöryggið hefur í raun aldrei þvælst fyrir á íslenskum dagblaðamarkaði og það hefur heldur betur sýnt sig á síðustu mánuðum þegar hverri kanónunni á fætur annarri hefur verið sagt upp. En hún er mörg matarholan og Morgunblaðið og Fréttablaðið hafa þurft að sýna nokkra hugmyndaauðgi í að finna leiðir til að hressa fjárhaginn við. Margt hefur verið reynt, svo sem að gefa út á aukablöð helguðum vinnuvélum eða húsbúnaði, freista áskrifenda með dýrindis siglingum um höfin sjö og svo hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að skipta um karla í brúnni. Eitt síðasta útspilið gefur til kynna að markaðsstjórar Morgunblaðs og Fréttablaðs hafi lagst yfir kvikmyndir Ingmars Bergmann í leit að nýjum hugmyndum, hitt þar fyrir sjálfan ,,döden" og tekið við hann eina skák. Að minnsta kosti hefur sú niðurstaða fengist á báðum bæjum að ráðlegast sé að veðja á minningargreinarnar, efni sem Morgunblaðið hefur fengið að sitja eitt að fram að þessu og skuggalega oft verið það áhugaverðasta með morgunkaffinu.Ekki fyrr hafði Fréttablaðið boðið lesendum að skrifa minningarorð um látna en Morgunblaðið tók að auglýsa: „Allar minningar á einum stað". Þessa dagana stingur það upp á því við lesendur sína í hverri heilsíðuauglýsingunni á fætur annarri að kaupa innbundna bók með minningargreinum um sína nánustu - eða bara hvern sem er. Nú þarf enginn lengur að taka fram skærin og klippa greinarnar út, heldur föndrar Mogginn þetta bara fyrir mann og lætur binda inn í svokallaða Minningabók. Morgunblaðið þiggur auðvitað þóknun fyrir en ekki hef ég hugmynd um hvernig greiðslu verður háttað til höfundarrétthafa, það er að segja þeirra sem skrifuðu minningargreinarnar. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að lífróður dagblaðanna skuli hafa tekið þessa stefnu, beint í opinn dauðann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Dagblaðaútgáfa verður seint talin arðvænleg á Íslandi. Markaðurinn er lítill og það kemur vitaskuld bæði niður á auglýsinga- og lausblaðasölu. Lítið rúm virðist vera fyrir neina sérhæfingu. Um leið og einhver fjölmiðillinn dettur niður á sniðugheit eru hinir ekki seinir að vilja reyna sig líka. Blöðin hafa, líkt og aðrir fjölmiðlar, þurft að sigla í gegnum djúpa öldudali og margir því miður sokkið með manni og mús. Atvinnuöryggið hefur í raun aldrei þvælst fyrir á íslenskum dagblaðamarkaði og það hefur heldur betur sýnt sig á síðustu mánuðum þegar hverri kanónunni á fætur annarri hefur verið sagt upp. En hún er mörg matarholan og Morgunblaðið og Fréttablaðið hafa þurft að sýna nokkra hugmyndaauðgi í að finna leiðir til að hressa fjárhaginn við. Margt hefur verið reynt, svo sem að gefa út á aukablöð helguðum vinnuvélum eða húsbúnaði, freista áskrifenda með dýrindis siglingum um höfin sjö og svo hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að skipta um karla í brúnni. Eitt síðasta útspilið gefur til kynna að markaðsstjórar Morgunblaðs og Fréttablaðs hafi lagst yfir kvikmyndir Ingmars Bergmann í leit að nýjum hugmyndum, hitt þar fyrir sjálfan ,,döden" og tekið við hann eina skák. Að minnsta kosti hefur sú niðurstaða fengist á báðum bæjum að ráðlegast sé að veðja á minningargreinarnar, efni sem Morgunblaðið hefur fengið að sitja eitt að fram að þessu og skuggalega oft verið það áhugaverðasta með morgunkaffinu.Ekki fyrr hafði Fréttablaðið boðið lesendum að skrifa minningarorð um látna en Morgunblaðið tók að auglýsa: „Allar minningar á einum stað". Þessa dagana stingur það upp á því við lesendur sína í hverri heilsíðuauglýsingunni á fætur annarri að kaupa innbundna bók með minningargreinum um sína nánustu - eða bara hvern sem er. Nú þarf enginn lengur að taka fram skærin og klippa greinarnar út, heldur föndrar Mogginn þetta bara fyrir mann og lætur binda inn í svokallaða Minningabók. Morgunblaðið þiggur auðvitað þóknun fyrir en ekki hef ég hugmynd um hvernig greiðslu verður háttað til höfundarrétthafa, það er að segja þeirra sem skrifuðu minningargreinarnar. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að lífróður dagblaðanna skuli hafa tekið þessa stefnu, beint í opinn dauðann.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun