Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma gudsteinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 05:00 Hin 28 ára gamla Anna Chapman er sögð hafa hlotið langa þjálfun í njósnastarfsemi á vegum Rússa. Fréttablaðið/AP Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast." Erlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem gengur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarnir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kanadísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að komast í tengsl við hópa innan bandarískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfaðan njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Manhattan í New York, þar sem bandaríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bakþanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vegabréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands - líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveldin að burðast við að stunda njósnir um hvert annað. Tveir rússneskir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugilegra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað," hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna" og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorkusprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átakanlegt að sjá svona nokkuð gerast."
Erlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira