Umfjöllun: Akureyringar í sumarskapi gegn Valsmönnum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 17:15 Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Akureyringar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum, 24-27, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla. Akureyrarliðið fær því tækifæri á að vinna einvígið á heimavelli í næsta leik sem fer fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Mætingin á leikinn í dag var ekki góð og í raun kjánalegt andrúmsloft þegar leikmenn gengu inn við dynjandi tónlist og ljósasýningu en sárafá andlit i stúkunni. Áhorfendum átti eftir að fjölga þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en þó aldrei svo mætingin gæti talist ásættanleg á undanúrslitaleik um Íslandsmeistaratitil. Akureyringar voru ansi lengi af stað og varnarleikur þeirra var nánast ekki til staðar lengi vel. Valsmenn virtust ætla að stinga af og komust í 8-3. Þá small varnarleikur gestana betur þó markvarslan hafi ekki náð að fylgja með fyrir hálfleikinn. Síðustu tíu mínúturnar fyrir hlé gerðu Valsmenn mörg dýrkeypt mistök og hleyptu Akureyringum inn í leikinn. Norðanmenn minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13 og hefðu getað jafnað fyrir hálfleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og heimamenn með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Markvörðurinn Hlynur Morthens var bestur Valsmanna í fyrri hálfleik. Akureyringar skoruðu þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum. Valsmenn höfðu misst taktinn og náðu ekki einu sinni að nýta sér kafla þar sem þeir léku tveimur fleiri. Gestirnir náðu frumkvæðinu, héldu forystu sinni en heimamenn aldrei langt undan og spenna á lokamínútunum. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, átti nokkrar feykilega góðar og mikilvægar vörslur á mikilvægum augnablikum í lok leiks. Hafþór byrjaði leikinn á bekknum en átti flottan seinni hálfleik. Stuðningsmenn á bandi Akureyrar gátu byrjað að fagna áður en lokamínúta leiksins rann upp því sigurinn var í höf. Valsmenn þurfa heldur betur að girða sig í brók. Liðið var langt frá sínu besta og of mikið óðagot á spilamennsku þess. Næsti leikur liðanna er í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og þar geta Akureyringar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri. Valur - Akureyri 24-27 (14-13) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/6 (12/6), Fannar Þór Friðgeirsson 7 (12), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Elvar Friðriksson 2 (3), Ingvar Árnason 1 (1), Sigurður Eggertsson 1 (6), Sigfús Páll Sigfússon 0 (4), Jón Björgvin Pétursson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 22/1Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 3)Fiskuð víti: 6 (Elvar 2, Sigfús Sigurðsson, Orri Gíslason, Baldvin, Sigurður)Utan vallar: 2 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/6 (14/7), Hörður Fannar Sigþórsson 6 (7), Geir Guðmundsson 3 (7), Jónatan Þór Magnússon 3 (10), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Árni Sigtryggsson 1 (5), Heimir Þór Árnason 0 (1), Guðlaugur Arnarson 0 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 14, Hörður Flóki Ólafsson 3.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2)Fiskuð víti: 7 (Hörður 5, Jónatan, Heimir)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira