Börnin mín drukku FM 957 í sig með móðurmjólkinni 21. maí 2010 08:45 Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er nýjasti liðsmaður FM 957. Hún er einn þáttastjórnanda nýs morgunþáttar sem ber heitið Svali og félagar og hófst í morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi. Lífið Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." freyrgigja@frettabladid.is Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi.
Lífið Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira