Cameron er þessa dagana að taka upp kvikmyndina Bad Teacher í Los Angeles en A-Rod býr í New York þar sem hann spilar með Yankees. Þau eru aftur á móti dugleg að skjótast til Miami og sjást reglulega á stefnumótum þar.

Fyrrum kærasti Diaz, Justin Timberlake, leikur á móti henni í Bad Teacher og eru uppi vangaveltur um að hún sé einnig að slá sér upp með honum. Í einkalífinu er A-Rod hvað þekktastur fyrir að hafa verið í sambandi með Madonnu fyrir nokkrum árum en hann hitti einnig leikkonuna Kate Hudson í kjölfarið.