Erlendir ferðamenn rændir í Laugardal 20. ágúst 2010 06:00 Tjaldað í blíðunni Rænt var úr nokkrum tjöldum á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Starfsmaður segir óreglufólk hafa farið í tjöldin. Fréttablaðið/Valli Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjótkastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfsfólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrifar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leitirnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verðmætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöldum ferðalanga sem gisti á tjaldsvæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæðið.“ jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar. Hoffman telur tilgang grjótkastsins hafa verið að kanna hvort einhver væri í tjaldinu. Þegar svo var ekki var farið inn í tjaldið og verðmætum stolið úr því. Starfsfólk tjaldsvæðisins fann hluta þýfisins í nálægum runnum. Hoffman, sem skrifað hefur ferðabók fyrir hjólareiðafólk sem hyggur á ferðir um Ísland, skrifar um þjófnaðinn á vefsíðu sinni sem fjallar um ferðlög hans. Þar gagnrýnir hann aðstæður á tjaldsvæðinu og telur líklegt að þjófarnir hafi komist óhindrað inn á svæðið yfir lélega girðingu. Hann segir jafnframt viðbrögðin við þjófnaðinum hafa komið sér á óvart. Starfsfólk tjaldsvæðisins hafi ekki vitað hvernig það ætti að bregðast við og ekki skrifað niður heimilisfang hans ef eitthvað af því sem stolið var kæmi í leitirnar. Þá hafi lögregla lítið gert. Hann brýnir fyrir ferðamönnum á reiðhjólum að hafa aldrei augun af tjöldum sínum og hjólum. „Í byrjun sumars var skorið gat á tjöld nokkurra ferðamanna og peningum þeirra og fleiri verðmætum stolið. En við höfum aldrei vitað til þess að nokkurn tíma hafi steini verið hent í tjald,“ segir María Rún Stefánsdóttir, starfsmaður tjaldsvæðisins í Laugardal. Hún kannast ekki við að áður hafi verið stolið úr tjöldum ferðalanga sem gisti á tjaldsvæðinu. María segir starfsfólk hafa í kjölfar þessa farið að fylgjast betur með tjaldsvæðinu og tekið eftir því að hópur fólks hafi reist tjöld rétt utan við það. „Þetta var óreglufólk. Við erum búin að gera ráðstafanir og fylgjumst með því að það komi ekki inn á tjaldsvæðið.“ jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira