Kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar 3. febrúar 2010 18:36 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og segir tengingar hans við tugmilljarða viðskiptafléttu Milestone og fleiri félaga standast skoðun. DV fullyrðir í dag að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafi gegnt lykilhlutverki í viðskiptum sem höfðu þann tilgang að gera Milestone og ættingjum Bjarna kleift að greiða upp tugi milljarða króna skuld við Morgan Stanley. Birtir blaðið afrit af undirskriftum Bjarna í tengslum við viðskiptin.Setur það þig ekki í óþægilega stöðu að þetta hafi verið upplýst? „Ég tel svo alls ekki vera, ég hef verið virkur þáttakandi í atvinnulífinu frá því árið 2001, ég hætti því árið 2008. Á þessum tíma er ég einfaldlega þingmaður, ég er ekki kominn í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ekkert óeðlilegt við það að eiga aðild að atvinnulífinu þó ég eigi sæti á sama tíma á Alþingi." En hvernig er að vera í þannig stöðu að hafa átt í viðskiptasambandi við menn sem hafa réttarstöðu grunaðra í meintum efnahagsbrotum? „Aðalatriðið er það að þau brot sem eru til rannsóknar eiga sér hjá félögum sem ég á enga aðild að. Sit hvorki í stjórn hjá eða er fyrir hluthafa sem eru í þeim félögum. Ég hef ekkert með þá hluti að gera." Þú áttir ekki í nánu viðskiptasambandi við eigendur Milestone? „Ég tók engar ákvarðanir sem eru umdeildar í þessu máli. kom ekki að lánveitingum frá Sjóvá eða neinu slíku." En þú játar að hafa liðkað fyrir þessum tilteknu viðskiptum? „Nei nei nei nei - sko mín aðkoma að málinu er sú að tryggja Glitni veð í hlutafélagi, það geri ég eftir umboði frá öðrum mönnum.. að því máli." Heldurðu að Rannsóknarnefnd Alþingis fjalli um þessi mál og kvíðirðu niðurstöðunni? „Ég kvíði alls ekki niðurstöðunni hvað mig sjálfan snertir - ég veit ekkert hvað kann að standa í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis en hún verður auðvitað tekin til alvarlegrar skoðunar í þinginu." En þú heldur að þitt nafn komi ekki fyrir í skýrslunni tengt við vafasöm viðskipti? „Það er ekkert sem stenst ekki skoðun varðandi mína aðkomu að þessum málum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og segir tengingar hans við tugmilljarða viðskiptafléttu Milestone og fleiri félaga standast skoðun. DV fullyrðir í dag að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafi gegnt lykilhlutverki í viðskiptum sem höfðu þann tilgang að gera Milestone og ættingjum Bjarna kleift að greiða upp tugi milljarða króna skuld við Morgan Stanley. Birtir blaðið afrit af undirskriftum Bjarna í tengslum við viðskiptin.Setur það þig ekki í óþægilega stöðu að þetta hafi verið upplýst? „Ég tel svo alls ekki vera, ég hef verið virkur þáttakandi í atvinnulífinu frá því árið 2001, ég hætti því árið 2008. Á þessum tíma er ég einfaldlega þingmaður, ég er ekki kominn í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ekkert óeðlilegt við það að eiga aðild að atvinnulífinu þó ég eigi sæti á sama tíma á Alþingi." En hvernig er að vera í þannig stöðu að hafa átt í viðskiptasambandi við menn sem hafa réttarstöðu grunaðra í meintum efnahagsbrotum? „Aðalatriðið er það að þau brot sem eru til rannsóknar eiga sér hjá félögum sem ég á enga aðild að. Sit hvorki í stjórn hjá eða er fyrir hluthafa sem eru í þeim félögum. Ég hef ekkert með þá hluti að gera." Þú áttir ekki í nánu viðskiptasambandi við eigendur Milestone? „Ég tók engar ákvarðanir sem eru umdeildar í þessu máli. kom ekki að lánveitingum frá Sjóvá eða neinu slíku." En þú játar að hafa liðkað fyrir þessum tilteknu viðskiptum? „Nei nei nei nei - sko mín aðkoma að málinu er sú að tryggja Glitni veð í hlutafélagi, það geri ég eftir umboði frá öðrum mönnum.. að því máli." Heldurðu að Rannsóknarnefnd Alþingis fjalli um þessi mál og kvíðirðu niðurstöðunni? „Ég kvíði alls ekki niðurstöðunni hvað mig sjálfan snertir - ég veit ekkert hvað kann að standa í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis en hún verður auðvitað tekin til alvarlegrar skoðunar í þinginu." En þú heldur að þitt nafn komi ekki fyrir í skýrslunni tengt við vafasöm viðskipti? „Það er ekkert sem stenst ekki skoðun varðandi mína aðkomu að þessum málum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira