Körfubolti

Nick Bradford: Ég elska að spila þessa stöðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford lék vel með Njarðvík í kvöld.
Nick Bradford lék vel með Njarðvík í kvöld.

Nick Bradford átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda þegar Njarðvík vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Nick var með 19 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum.

„Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt að ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingarnar eru einn minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick og hann var sáttur með þá ákvörðun Sigurðar Ingimundarsonar þjálfara að setja hann í leikstjórnendastöðuna.

„Ég elska að spila þessa stöðu. Ég reyni að koma öllum félögum mínum inn í leikinn, reyni að stjórna leiknum og fæ líka tækifæri til að taka skot þegar ég þarf á því að halda. Ég passa þó aðallega upp á að liðsfélagarnir fái skotin sín," sagði Nick og honum lýst vel á framhaldið.

„Vonandi getum við haldið áfram að bæta okkar leik og verða enn betri þegar við komum inn í úrslitakeppnina. Við eigum erfitt leikjaprógaram eftir og við ætlum bara að reyna koma ákveðnir til leiks og verja okkar heimavöll. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum í Ljónagryfjunni í vetur og við ætlum ekki að tapa fleirum," sagði Nick að lokum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×