Innlent

Dreifðu brauði fyrir utan Stjórnarráðshúsið

Vörubílstjórinn Sturla Jónsson mótmælti í félagi við annan mann fyrir utan Stjórnarráðshúsið í dag þar sem fram fór ríkisstjórnarfundur. Í samtali við fréttamann á staðnum sagði Sturla sig og félaga sinn dreifa brauði fyrir utan húsið til að laða máva að lóðinni í mótmælaskyni við sitjandi ríkisstjórn.

Fyrr í mánuðinum var kona handtekinn fyrir utan Stjórnarráðið meðal annars fyrir að kasta brauði á lóðina. Viku síðar komu á þriðja tug mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðgerðir umræddrar konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×