Arsenal kom sér í kvöld upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Englands- og bikarmeisturum Chelsea.
Alex Song kom Arsenal yfir með marki undir lok fyrri hálfleiksins og þeir Cesc Fabregas og Theo Walcott bættu við tveimur til viðbótar snemma í síðari hálfleik.
Branislav Ivanovic náði að minnka muninn fyrir Chelsea með skalla á 57. mínútu en í raun var sigur Arsenal aldrei í hættu.
Þetta var ekki síst mikilvægur sigur fyrir Arsenal sem hafði tapað fyrir Chelsea í síðustu fimm leikjum liðanna.