Handbolti

Hreinn: Erfitt að gera verr en þetta

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mynd/Valli
Mynd/Valli

Akureyri tapaði fyrir HK í N1-deild karla í gærkvöldi, 22-24. Hreinn Þór Hauksson stóð í ströndu hjá Akureyri en hann nefbrotnaði í leiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð og fékk svo  annað slæmt högg á nefið gær. Ekki alveg dagurinn hans. 

„Nú er það vel brotið. Æti ég fari ekki upp á sjúkrahús núna,“ sagði Hreinn.

Hann átti góðan leik í vörn Akureyrar en það fossblæddi úr honum og hann fór af velli um miðbik síðari hálfleiks. „Ég missti auðvitað af restinni af leiknum,“ sagði Hreinn.

„Fyrri hálfleikur var mjög slakur en fyrirfram vorum við mjög vel stemmdir. Ég fann það vel. Ef eitthvað var gæti verið að við höfum verið of mikið stemmdir og þannig misst einbeitinguna. Mér fannst við allir stemmdir en svo var þetta bara dauðyfli.“

„Það er okkar eigin mistök að vera ekki búnir að trygja okkur í úrslitakeppnina. Það er erfitt að gera verr. En það er alltaf gott að geta treyst á sjálfan sig,“ sagði Hreinn en með sigri á Haukum í lokaumfeðrinni kemst Akureyri í úrslitakeppnina.

„Við höfum ekki alltaf spilað vel gegn Haukum en þetta er enn í okkar höndum,“ sagði Hreinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×