Söngkonan Christina Aguilera skildi við eiginmann sinn, Jordan Bratman, fyrir stuttu og er strax komin með nýjan mann upp á arminn, Matt Rutler að nafni. Hefur parið verið að hittast undanfarinn mánuð og kynnti hann hana nýverið fyrir foreldrum sínum.
Rutler og Aguilera kynntust við tökur á kvikmyndinni Burlesque, þar sem hann vann sem aðstoðarmaður sviðsmanns. Þau eyddu þakkargjörðarhátíðinni saman á meðan sonur Aguilera dvaldi hjá föður sínum.
„Þetta er í fyrsta sinn sem Christina er fjarri Max yfir hátíðina. Hún var mjög sorgmædd og ákvað þess vegna að eyða hátíðinni með Matt í New York. Fjölskylda hans býr mjög nærri og þau ákváðu að kíkja í stutta heimsókn þangað," var haft eftir heimildarmanni.