Söngkonan Cher hefur tilkynnt að hún sé nú með nýja plötu á byrjunarstigi. Hún vinnur með lagahöfundinum Diane Warren sem samdi einnig eitt af lögunum, You Haven"t Seen The Last Of Me, í kvikmyndinni Burlesque sem væntanleg er í vetur.
„Þetta verður í raun ekki líkt og lagið mitt Believe. Þetta verður meira - ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég á erfitt með að titla það eitthvað. En þetta verður meira alvöru hljóðfæri, eins og gítar og fleira. Ég var að fá sum lögin og er að læra þau þannig að í raun er ég á byrjunarstiginu þar sem þú fetar þig áfram," segir söngkonan.