Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25.
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson fór mikinn í marki FH og varði 24 skot.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í kvöld.