Ó, fagra veröld Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 26. júlí 2010 10:15 Hrifnæmi lýsir ákveðnum fallvaltleika í fari manneskju. Að hrífast á stundinni af fyrirbærum, fólki og öðrum sjónarmiðum er jú hægt að útmála sem veiklyndi, hverflyndi og óstaðfestu. Þó er líka hægt að sjá það sem innlegg í átt til málamiðlana og framfara. Að vera „fylginn sér" er ekkert endilega annað en allt of stórt egó. Vissa um ágæti eigin skoðana er nefnilega oft hamlandi. Bæði í litlum einingum fjölskyldunnar sem og í stærra samhengi alþjóðamála. Ágætast er ef stjórnmálamenn standa þarna einhvers staðar mitt á milli þess að vera staðfastur og hverflyndur. Manneskja sem þá hnikar ekki frá eigin réttlætiskennd um leið og hún áttar sig þó á því að sjónarmið mótherjans eru stundum til að hlusta á og jafnvel til að breyta eftir. Sjálf hef ég stundum átt í nokkrum vandræðum því ég tilkeyri flokki ofurhrifnæmra og starf mitt snýst um að hitta nýtt fólk, með ný sjónarmið á hverjum degi. Ég hef tekið viðtal við konu sem hafði tileinkað sér bíllausan lífsstíl, og gengið gagntekin heim úr viðtalinu og skilið bílinn eftir. Mig hefur langað að læra fornleifafræði, gelnaglafræði, verða barnaskólakennari og prófa bútasaum, oft í mánuði, allt eftir því við hvern ég tala. Allir heimsins mest óspennandi hlutir geta orðið þeir æðislegustu að kvöldi, bara ef einhver sagði mér að þeir væru þannig. Þetta er kannski ágætis eiginleiki stundum. En erfiður þegar kemur að til dæmis að því að mynda mér skoðanir. Mín innri rödd segir mér yfirleitt eitthvað af viti, en svo opna ég kannski dagblöð eða internetið. Les facebook. Hundrað skoðanir og ég er tilbúin að setja mig inn í þær allar, finnst allir hafa eitthvað til síns máls og enda á því að vera sammála öllum. Um leið á ég mér jafn mörg áhugamál. Ég hef jafnt farið í fjallgöngur, ræktað grænmeti sem og dansað skinkudans á Astró og látið spákonur með 900-símanúmer segja mér í gegnum síma hvernig sumarfríið mitt yrði. Hrifnæmnin hefur fyrst og fremst kennt mér margt um mína eigin fordóma. Að leiðin mín er ekki alltaf sú rétta heldur eru til alls konar krókar og kimar sem hægt er að rannsaka. Ég reyni að minnsta kosti að líta á það þannig í stað þess að vera ósátt við að vera sammála Guðmundi Andra Thorssyni og Hannesi Hólmsteini í einni og sömu andránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hrifnæmi lýsir ákveðnum fallvaltleika í fari manneskju. Að hrífast á stundinni af fyrirbærum, fólki og öðrum sjónarmiðum er jú hægt að útmála sem veiklyndi, hverflyndi og óstaðfestu. Þó er líka hægt að sjá það sem innlegg í átt til málamiðlana og framfara. Að vera „fylginn sér" er ekkert endilega annað en allt of stórt egó. Vissa um ágæti eigin skoðana er nefnilega oft hamlandi. Bæði í litlum einingum fjölskyldunnar sem og í stærra samhengi alþjóðamála. Ágætast er ef stjórnmálamenn standa þarna einhvers staðar mitt á milli þess að vera staðfastur og hverflyndur. Manneskja sem þá hnikar ekki frá eigin réttlætiskennd um leið og hún áttar sig þó á því að sjónarmið mótherjans eru stundum til að hlusta á og jafnvel til að breyta eftir. Sjálf hef ég stundum átt í nokkrum vandræðum því ég tilkeyri flokki ofurhrifnæmra og starf mitt snýst um að hitta nýtt fólk, með ný sjónarmið á hverjum degi. Ég hef tekið viðtal við konu sem hafði tileinkað sér bíllausan lífsstíl, og gengið gagntekin heim úr viðtalinu og skilið bílinn eftir. Mig hefur langað að læra fornleifafræði, gelnaglafræði, verða barnaskólakennari og prófa bútasaum, oft í mánuði, allt eftir því við hvern ég tala. Allir heimsins mest óspennandi hlutir geta orðið þeir æðislegustu að kvöldi, bara ef einhver sagði mér að þeir væru þannig. Þetta er kannski ágætis eiginleiki stundum. En erfiður þegar kemur að til dæmis að því að mynda mér skoðanir. Mín innri rödd segir mér yfirleitt eitthvað af viti, en svo opna ég kannski dagblöð eða internetið. Les facebook. Hundrað skoðanir og ég er tilbúin að setja mig inn í þær allar, finnst allir hafa eitthvað til síns máls og enda á því að vera sammála öllum. Um leið á ég mér jafn mörg áhugamál. Ég hef jafnt farið í fjallgöngur, ræktað grænmeti sem og dansað skinkudans á Astró og látið spákonur með 900-símanúmer segja mér í gegnum síma hvernig sumarfríið mitt yrði. Hrifnæmnin hefur fyrst og fremst kennt mér margt um mína eigin fordóma. Að leiðin mín er ekki alltaf sú rétta heldur eru til alls konar krókar og kimar sem hægt er að rannsaka. Ég reyni að minnsta kosti að líta á það þannig í stað þess að vera ósátt við að vera sammála Guðmundi Andra Thorssyni og Hannesi Hólmsteini í einni og sömu andránni.