Lán til stjórnmálamanna: Sjö sjálfstæðismenn á topp 10 12. apríl 2010 11:27 Sólveig Pétursdóttir fyrrum dómsmálaráðherra og síðar forseti alþingis er efst á listanum en í lok júlí 2007 var hámarksstaða tengd henni 3.635 milljónir króna. Á 10 manna lista yfir alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankannanna eru sjö sjálfstæðismenn. Listinn nær yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna á tímabílinu. Sólveig Pétursdóttir fyrrum dómsmálaráðherra og síðar forseti alþingis er efst á listanum en í lok júlí 2007 var hámarksstaða tengd henni 3.635 milljónir króna. Flest lánin voru á vegum eiginmanns hennar Kristins Björnssonar og af þeim voru hæstu lánin í gegnum framvirka samninga. Lán sem tengjast Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrum menntamálaráðherra og núverandi varaformanni Sjálfstæðisflokksins námu í september 2008 1683 milljónum króna. Flest lánin voru á vegum eiginmanns hennar Kristjáns Arasonar. Herdís Þórðardóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2007 til 2009 er í þriðja sæti listans en lán tengd henni námu 1.020 milljónum króna í apríl 2006. Flest voru þau á vegum eiginmanns hennar. Jóhannesar Sigurðar Ólafssonar eða félags í sameiginlegri eigu þeirra. Samfylkingarmaðurinn og fyrrum þingmaðurinn Lúðvík Bergvinsson kemur næstur með 755 milljónir króna en flest lánin voru í gegnum fasteignafélags í helmingseigu hans, Miðkletts eginarhaldfélags ehf. Jónína Bjartmarz þingmaður framsóknar frá 2000 til 2007 og fyrrum umhverfisráðherra var með lán tengd sér uppá 283 milljónir í september 2008. Flest voru á vegium eiginmanns hennar, Péturs Þórs Sigurðssonar. Fyrrum félagsmálaráðherrann og framsóknarmaðurinn Árni Magnússon er með 265 milljónir króna og voru þau flest í gegnum Glitni en hann var ráðinn forstöðumaður til bankans árið 2006. Ármann Kr. Ólafsson var með lán tengd sér upp á 248 milljónir króna í ágúst 2007 og formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson var með lán upp á 174 milljónir króna þann 1.janúar 2008. Helstu lán Bjarna voru í Glitni. Annarsvegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga. Ásta Möller Sjálfstæðiskona er með 141 milljón en flest þau lán tengjast eiginmanni hennar Hauki Þór Haukssyni og Ólöf Nordal Sjálfstæðiflokki með 113 miljljónir flest tengd eiginmanni hennar. Á listanum eru því sjö sjálfstæðismenn, einn samfylkingarmaður og tveir framsóknarmenn. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Á 10 manna lista yfir alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankannanna eru sjö sjálfstæðismenn. Listinn nær yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna á tímabílinu. Sólveig Pétursdóttir fyrrum dómsmálaráðherra og síðar forseti alþingis er efst á listanum en í lok júlí 2007 var hámarksstaða tengd henni 3.635 milljónir króna. Flest lánin voru á vegum eiginmanns hennar Kristins Björnssonar og af þeim voru hæstu lánin í gegnum framvirka samninga. Lán sem tengjast Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrum menntamálaráðherra og núverandi varaformanni Sjálfstæðisflokksins námu í september 2008 1683 milljónum króna. Flest lánin voru á vegum eiginmanns hennar Kristjáns Arasonar. Herdís Þórðardóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2007 til 2009 er í þriðja sæti listans en lán tengd henni námu 1.020 milljónum króna í apríl 2006. Flest voru þau á vegum eiginmanns hennar. Jóhannesar Sigurðar Ólafssonar eða félags í sameiginlegri eigu þeirra. Samfylkingarmaðurinn og fyrrum þingmaðurinn Lúðvík Bergvinsson kemur næstur með 755 milljónir króna en flest lánin voru í gegnum fasteignafélags í helmingseigu hans, Miðkletts eginarhaldfélags ehf. Jónína Bjartmarz þingmaður framsóknar frá 2000 til 2007 og fyrrum umhverfisráðherra var með lán tengd sér uppá 283 milljónir í september 2008. Flest voru á vegium eiginmanns hennar, Péturs Þórs Sigurðssonar. Fyrrum félagsmálaráðherrann og framsóknarmaðurinn Árni Magnússon er með 265 milljónir króna og voru þau flest í gegnum Glitni en hann var ráðinn forstöðumaður til bankans árið 2006. Ármann Kr. Ólafsson var með lán tengd sér upp á 248 milljónir króna í ágúst 2007 og formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson var með lán upp á 174 milljónir króna þann 1.janúar 2008. Helstu lán Bjarna voru í Glitni. Annarsvegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga. Ásta Möller Sjálfstæðiskona er með 141 milljón en flest þau lán tengjast eiginmanni hennar Hauki Þór Haukssyni og Ólöf Nordal Sjálfstæðiflokki með 113 miljljónir flest tengd eiginmanni hennar. Á listanum eru því sjö sjálfstæðismenn, einn samfylkingarmaður og tveir framsóknarmenn.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira