Magnað maður, magnað Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. ágúst 2010 00:01 The Expendables er testósterón-sprengja, alvöru hasarmynd með helstu harðhausum Hollywood á einum stað og Stallone elskar að frelsa saklaust fólk úr klóm hræðilegra skúrka. The Expendables: **** Leikstjóri: Sylvester Stallone Aðahlutverk: Sylvester Stallone, Mickey Rourke, Dolph Lundgren og Jason Statham Vissulega má segja margt misjafnt um Sylvester Stallone sem leikara og leikstjóra. Til dæmis er sú skoðun frekar útbreidd að hann sé vonlaus leikari, málhaltur, klisjukenndur með eindæmum og fullkomlega staðnaður. Það verður þó aldrei tekið af honum að hann kann að senda vonda kalla til heljar á færibandi með miklum tilþrifum. Þá er fólki líka hollt að hafa í huga að vinsældir hans í gegnum áratugina byggja ekki á tilviljun og að myndir á borð við til dæmis Rocky (1976) og First Blood (1982) eru frábærar og fyrir löngu orðnar sígildar. The Expendables er besta hugmynd sem Stallone hefur hrint í framkvæmd á síðustu árum en með því að hóa saman nokkrum vinum sínum, kunningjum og þekktum harðhausum hefur Stallone sett saman einhvern þann þéttasta og magnaðasta hóp sem hefur komið saman í bíó. Við þurfum að leita allt aftur til The Magnificent Seven, Dirty Dozen og The Great Escape til þess að finna hópa sem jafnast á við þann mannskap sem Stallone hefur yfir að ráða í The Expendables. Stallone, Bruce Willis, Mickey Rourke, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Jason Statham og Jet Li í einni og sömu myndinni er auðvitað eiginlega of gott til þess að vera satt. Og myndin er líka algert dúndur þar sem allir fá að gera sitt. Stallone drepur illmenni hægri vinstri í harðri samkeppni við Statham, sem er að verða fremstur meðal jafningja í nýrri kynslóð hasarmyndatöffara, Dolph Lundgren fer mikinn í hlutverki skandinavísks brjálæðings, Jet Li fær að taka kung-fu snúning og Mickey Rourke þurfti bara að mæta og vera svalur, auk þess sem hann á lengstu einræðu myndarinnar, eðlilega þar sem hann er einn fárra innanborðs sem geta talist til alvöru leikara. Eric Roberts fer svo á kostum sem aðalskúrkurinn og ekki annað að sjá en að hann hafi notið hverrar mínútu í þessum hressa hópi. Willis og Schwarzenegger mæta í smá stund svona rétt til þess að fullkomna þetta dæmi og Stallone og Arnold deila tjaldinu í nokkur stórkostleg augnablik í atriði sem er bæði stórskemmtilegt og hyldjúpt í ljósi forsögu þeirra og núnings á níunda áratugnum þegar þeir börðust um hásætið í hasarmyndabransanum. Þetta er „priceless" eins og segir í auglýsingunni. Fyrir utan geggjaðan testósteróntrylltan mannskapinn er svo sem ekkert nýtt að frétta. Stallone elskar ekkert jafn mikið og að láta persónur sínar frelsa saklaust og einfalt fólk úr klóm hræðilegra skúrka og hér fer hann fyrir hópi málaliða sem taka að sér að bjarga íbúum eyju nokkurrar undan harðstjórn kókaínbaróns sem pínir mannskapinn áfram á eiturakrinum. Þetta er að sjálfsögðu gert með frábærum tilþrifum þar sem er sparkað, stungið, skotið, sprengt, kýlt og bílum rústað. Heilalaust vissulega en frábær skemmtun engu að síður. Þeir sem halda að Stallone detti til hugar að þykjast vera eitthvað annað en hann er og fari að gera einhverja margræða snilld er varla viðbjargandi úr þessu og ættu að halda sig fjarri. Fyrir hina er þetta æði og fölskvalaust afturhvarf til níunda áratugarins fyrir utan það auðvitað að maður hefði gengið af göflunum í þá daga ef manni hefði verið boðið í svona stórveislu. Niðurstaða: Þrátt fyrir úreldingu merkimiða verður þessari mynd ekki lýst betur en sem „strákamynd" og slíkar myndir verða tæpast mikið betri en The Expendables. Hún býður upp á allt fyrir okkur sem fílum svona en ekkert fyrir hina. Góða skemmtun! Gagnrýni Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
The Expendables: **** Leikstjóri: Sylvester Stallone Aðahlutverk: Sylvester Stallone, Mickey Rourke, Dolph Lundgren og Jason Statham Vissulega má segja margt misjafnt um Sylvester Stallone sem leikara og leikstjóra. Til dæmis er sú skoðun frekar útbreidd að hann sé vonlaus leikari, málhaltur, klisjukenndur með eindæmum og fullkomlega staðnaður. Það verður þó aldrei tekið af honum að hann kann að senda vonda kalla til heljar á færibandi með miklum tilþrifum. Þá er fólki líka hollt að hafa í huga að vinsældir hans í gegnum áratugina byggja ekki á tilviljun og að myndir á borð við til dæmis Rocky (1976) og First Blood (1982) eru frábærar og fyrir löngu orðnar sígildar. The Expendables er besta hugmynd sem Stallone hefur hrint í framkvæmd á síðustu árum en með því að hóa saman nokkrum vinum sínum, kunningjum og þekktum harðhausum hefur Stallone sett saman einhvern þann þéttasta og magnaðasta hóp sem hefur komið saman í bíó. Við þurfum að leita allt aftur til The Magnificent Seven, Dirty Dozen og The Great Escape til þess að finna hópa sem jafnast á við þann mannskap sem Stallone hefur yfir að ráða í The Expendables. Stallone, Bruce Willis, Mickey Rourke, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Jason Statham og Jet Li í einni og sömu myndinni er auðvitað eiginlega of gott til þess að vera satt. Og myndin er líka algert dúndur þar sem allir fá að gera sitt. Stallone drepur illmenni hægri vinstri í harðri samkeppni við Statham, sem er að verða fremstur meðal jafningja í nýrri kynslóð hasarmyndatöffara, Dolph Lundgren fer mikinn í hlutverki skandinavísks brjálæðings, Jet Li fær að taka kung-fu snúning og Mickey Rourke þurfti bara að mæta og vera svalur, auk þess sem hann á lengstu einræðu myndarinnar, eðlilega þar sem hann er einn fárra innanborðs sem geta talist til alvöru leikara. Eric Roberts fer svo á kostum sem aðalskúrkurinn og ekki annað að sjá en að hann hafi notið hverrar mínútu í þessum hressa hópi. Willis og Schwarzenegger mæta í smá stund svona rétt til þess að fullkomna þetta dæmi og Stallone og Arnold deila tjaldinu í nokkur stórkostleg augnablik í atriði sem er bæði stórskemmtilegt og hyldjúpt í ljósi forsögu þeirra og núnings á níunda áratugnum þegar þeir börðust um hásætið í hasarmyndabransanum. Þetta er „priceless" eins og segir í auglýsingunni. Fyrir utan geggjaðan testósteróntrylltan mannskapinn er svo sem ekkert nýtt að frétta. Stallone elskar ekkert jafn mikið og að láta persónur sínar frelsa saklaust og einfalt fólk úr klóm hræðilegra skúrka og hér fer hann fyrir hópi málaliða sem taka að sér að bjarga íbúum eyju nokkurrar undan harðstjórn kókaínbaróns sem pínir mannskapinn áfram á eiturakrinum. Þetta er að sjálfsögðu gert með frábærum tilþrifum þar sem er sparkað, stungið, skotið, sprengt, kýlt og bílum rústað. Heilalaust vissulega en frábær skemmtun engu að síður. Þeir sem halda að Stallone detti til hugar að þykjast vera eitthvað annað en hann er og fari að gera einhverja margræða snilld er varla viðbjargandi úr þessu og ættu að halda sig fjarri. Fyrir hina er þetta æði og fölskvalaust afturhvarf til níunda áratugarins fyrir utan það auðvitað að maður hefði gengið af göflunum í þá daga ef manni hefði verið boðið í svona stórveislu. Niðurstaða: Þrátt fyrir úreldingu merkimiða verður þessari mynd ekki lýst betur en sem „strákamynd" og slíkar myndir verða tæpast mikið betri en The Expendables. Hún býður upp á allt fyrir okkur sem fílum svona en ekkert fyrir hina. Góða skemmtun!
Gagnrýni Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira