Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum 13. apríl 2010 06:00 Staðan í dag Vandi fjölmiðla í dag að mati vinnuhópsins er að þeir glíma við fjárhagslegar þrengingar auk þess sem sumir "stórleikaranna á sviðinu“ í aðdraganda hrunsins eru þar áhrifamenn. Þá er átt við Jón Ásgeir Jóhannesson, en Ingibjörg Pálmadóttir, kona hans, er aðaleigandi 365 miðla, og Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra, sem er ritstjóri Morgunblaðsins. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlum ber að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald öflum sem vinna gegn almannahag, segir í skýrslu vinnuhópsins sem telur fjölmiðla þarna hafa brugðist. Þeir hafi hvorki verið vakandi fyrir hættumerkjum né sýnt nægilegt sjálfstæði. Þó að ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif eigenda á fréttaflutning hafi sjálfsritskoðun fjölmiðlamanna verið útbreidd, meðal annars vegna fárra atvinnutækifæra fjölmiðlafólks. Í rannsókn sem hópurinn lét vinna um umfjöllun um íslensk fjármálafyrirtæki í fjölmiðlum á árunum 2006 til 2008 kemur fram að á tímabilinu voru um 18 þúsund fréttir af fjármálafyrirtækjum sagðar í íslenskum fjölmiðlum. Þar af töldust um 80 prósent vera hlutlaus. Af þeim fréttum sem eftir sitja eru langtum fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar. Hlutfall á milli jákvæðra og neikvæðra frétta af stærstu fjármálastofnunum var misjafnt. Flestar jákvæðar fréttir á móti þeim neikvæðu birtust um Landsbankann en fram kemur að tólf til þrettán jákvæðar fréttir birtust á móti hverri neikvæðri um bankann. Hlutfallið var til dæmis ein neikvæð á móti hverjum fimm jákvæðum um Kaupþing. Fjórar af hverjum fimm fréttum úr fjármálaheiminum voru byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum að mati rannsóknarhópsins og greinandi eða sjálfstæð umfjöllun var lítil sem engin. Umfjöllun um fyrirtækin var almennt neikvæðari eftir því sem fréttirnar byggðu á fleiri heimildum. Áhrif eigenda ekki staðfestEngin staðfesting fékkst á beinum áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla og ekki þóttu fjölmiðlar hafa fjallað með jákvæðari hætti um fjármálafyrirtæki í eigu eigenda sinna en annarra. Í skýrslunni segir hins vegar að vinnuhópurinn hafi undir höndum gögn sem sýni ýmiss konar afskipti eigenda fjölmiðla af fréttum og annarri dagskrá. Rannsókn á þeim sé þörf en hafi ekki fallið innan ramma skýrslunnar. Rætt var við ritstjóra og yfirmenn á fjölmiðlum við gerð skýrslunnar. Í þeim samtölum kemur meðal annars fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haft sömu kunnáttu til að fást við fjármálamenn og til dæmis stjórnmálamenn. Ein skýring á linkind fjölmiðlamanna var „óþarflega mikið vináttusamband við umfjöllunarefnið“, er haft eftir Jóni Kaldal, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Þegar fjallað var um neikvæðar skýrslur erlendra greinenda um íslenskt viðskiptalíf hafi forsvarsmenn banka brugðist hart við. Þöggun samfélagsinsEinn meginvandi íslenskra fjölmiðlamanna var lítill aðgangur að upplýsingum um fjármálafyrirtæki. Gagnrýnt er hlutverk upplýsingafulltrúa stóru fyrirtækjanna sem virðist hafa verið að hagræða sannleikanum. Fram kemur að fjölmiðlamönnum sem vinnuhópur um siðferði tók viðtöl við þótti íslenskt samfélag hafa verið mjög lokað, bæði hafi skort á upplýsingar og menn sammælst um að rugga ekki bátnum. „Ástæðan er sú að það voru svo margir sem áttu hagsmuni af því að þegja,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Smæð og einsleitni íslensks samfélags eru skýringar sem fjölmiðlafólkið nefnir um þöggunina í samfélaginu. Fólk hafi verið hrætt við að missa vinnuna ef það myndi gagnrýna valdamikla menn og sömuleiðis hafi menn ekki viljað fá á sig þann kverúlantastimpil sem fylgdi þeim sem gagnrýndu íslenskt samfélag á þessum tíma.sigridur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlum ber að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald öflum sem vinna gegn almannahag, segir í skýrslu vinnuhópsins sem telur fjölmiðla þarna hafa brugðist. Þeir hafi hvorki verið vakandi fyrir hættumerkjum né sýnt nægilegt sjálfstæði. Þó að ekki hafi verið sýnt fram á bein áhrif eigenda á fréttaflutning hafi sjálfsritskoðun fjölmiðlamanna verið útbreidd, meðal annars vegna fárra atvinnutækifæra fjölmiðlafólks. Í rannsókn sem hópurinn lét vinna um umfjöllun um íslensk fjármálafyrirtæki í fjölmiðlum á árunum 2006 til 2008 kemur fram að á tímabilinu voru um 18 þúsund fréttir af fjármálafyrirtækjum sagðar í íslenskum fjölmiðlum. Þar af töldust um 80 prósent vera hlutlaus. Af þeim fréttum sem eftir sitja eru langtum fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar. Hlutfall á milli jákvæðra og neikvæðra frétta af stærstu fjármálastofnunum var misjafnt. Flestar jákvæðar fréttir á móti þeim neikvæðu birtust um Landsbankann en fram kemur að tólf til þrettán jákvæðar fréttir birtust á móti hverri neikvæðri um bankann. Hlutfallið var til dæmis ein neikvæð á móti hverjum fimm jákvæðum um Kaupþing. Fjórar af hverjum fimm fréttum úr fjármálaheiminum voru byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum að mati rannsóknarhópsins og greinandi eða sjálfstæð umfjöllun var lítil sem engin. Umfjöllun um fyrirtækin var almennt neikvæðari eftir því sem fréttirnar byggðu á fleiri heimildum. Áhrif eigenda ekki staðfestEngin staðfesting fékkst á beinum áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla og ekki þóttu fjölmiðlar hafa fjallað með jákvæðari hætti um fjármálafyrirtæki í eigu eigenda sinna en annarra. Í skýrslunni segir hins vegar að vinnuhópurinn hafi undir höndum gögn sem sýni ýmiss konar afskipti eigenda fjölmiðla af fréttum og annarri dagskrá. Rannsókn á þeim sé þörf en hafi ekki fallið innan ramma skýrslunnar. Rætt var við ritstjóra og yfirmenn á fjölmiðlum við gerð skýrslunnar. Í þeim samtölum kemur meðal annars fram að fjölmiðlamenn hafi ekki haft sömu kunnáttu til að fást við fjármálamenn og til dæmis stjórnmálamenn. Ein skýring á linkind fjölmiðlamanna var „óþarflega mikið vináttusamband við umfjöllunarefnið“, er haft eftir Jóni Kaldal, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Þegar fjallað var um neikvæðar skýrslur erlendra greinenda um íslenskt viðskiptalíf hafi forsvarsmenn banka brugðist hart við. Þöggun samfélagsinsEinn meginvandi íslenskra fjölmiðlamanna var lítill aðgangur að upplýsingum um fjármálafyrirtæki. Gagnrýnt er hlutverk upplýsingafulltrúa stóru fyrirtækjanna sem virðist hafa verið að hagræða sannleikanum. Fram kemur að fjölmiðlamönnum sem vinnuhópur um siðferði tók viðtöl við þótti íslenskt samfélag hafa verið mjög lokað, bæði hafi skort á upplýsingar og menn sammælst um að rugga ekki bátnum. „Ástæðan er sú að það voru svo margir sem áttu hagsmuni af því að þegja,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Smæð og einsleitni íslensks samfélags eru skýringar sem fjölmiðlafólkið nefnir um þöggunina í samfélaginu. Fólk hafi verið hrætt við að missa vinnuna ef það myndi gagnrýna valdamikla menn og sömuleiðis hafi menn ekki viljað fá á sig þann kverúlantastimpil sem fylgdi þeim sem gagnrýndu íslenskt samfélag á þessum tíma.sigridur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira