Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 13:45 Gunnar Magnússon, þjálfara HK. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira