Seðlabankinn mælir með evrutengingu 21. desember 2010 05:45 Horfa til nýrra tíma Erfiðlega gekk að framfylgja peningastefnu Seðlabankans í alþjóðlegu umróti á fjármálamörkuðum, að því er segir í nýrri skýrslu bankans. Hér eru þeir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans.Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að misbrestur hafi verið í framkvæmd peningastefnunnar frá því krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálfstæðri peningastefnu. Ef af því verði sé heppilegast út frá hagrænum sjónarmiðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heitið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur. Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að misbrestur hafi verið í framkvæmd peningastefnunnar frá því krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálfstæðri peningastefnu. Ef af því verði sé heppilegast út frá hagrænum sjónarmiðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heitið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur. Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira