Körfubolti

Pavel: Ég hlakka til að mæta þeim aftur í úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Pavel Ermolinskij átti frábæran leik í kvöld þegar KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn með 90-86 sigri á Snæfelli í Stykkishólmi. Pavel skoraði 12 af 23 stigum sínum á síðustu sjö mínútum leiksins.

„Þetta var frábært. Þeir voru alltaf á hælunum á okkur og þetta var mjög erfiður leikur," sagði Pavel og bætti við: „Mér fannst eins og þeg þurfti að taka af skarið. Ég ákvað bara að kýla á það og það gekk upp."

„Þeir eru með virkilega sterkt lið og ég er mjög hrifinn af þessu Snæfellsliði sem er sterkasti andstæðingurinn sem ég hef spilað á móti hingað til á Íslandi. Ég hlakka bara til að mæta þeim aftur í úrslitakeppninni," sagði Pavel sem býst við fleiri erfiðum leikjum í úrslitakeppninni.

„Þetta er alls ekki í okkar höndum og það var bara formsatriði hvernig þetta raðaðist upp. Úrslitakeppnina verður spennandi hvernig sem þetta endaði. Þetta skiptir okkur hinsvegar gífurlega miklu máli að vera með heimavallarréttinn. Menn vilja enda í fyrsta sæti og við náðum því," sagði Pavel sem fellur vel inn í hlutina hjá KR.

„Þetta er búið að ganga vel og ég held að við séum að smella saman á réttum tíma fyrir úrslitakeppnina. Ég er virkilega ánægður með þetta," sagði Pavel að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×