Körfubolti

Pavel hefur áhuga á að vera áfram hjá KR

Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel Mynd/Daníel

Leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij hefur staðið sig afar vel með KR allt frá því félagið fékk hann til liðsins er lítið var eftir af deildarkeppninni. Hann hefur nánast vaxið með hverjum leik en tilkoma hans dugði KR þó ekki til þess að fara alla leið að þessu sinni.

Pavel var að vonum súr og svekktur eftir leik en hann játaði að það hefði verið góð reynsla að koma heim og til KR.

„Ég get alveg hugsað mér að vera hér áfram en ég er ekkert byrjaður að spá í framhaldinu. Þetta er búið að vera drullugaman og leiðinlegt að enda þetta svona," sagði Pavel en hann viðurkenndi að Snæfell hefði átt skilið að vinna í kvöld.

„Mér líður illa því þetta er þriðja heimatapið í röð gegn Snæfell. Það er því ekki hægt að segja annað en að þeir eigi þetta fyllilega skilið. Þeir voru miklu sterkari í þessum leik og það er ekki hægt að kvarta þegar maður á ekki skilið að sigra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×