Allir í viðbragðsstöðu 23. mars 2010 04:00 Fljótshlíð „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira