Leikkonan Scarlett Johansson hefur eignast litla systur eftir að móðir hennar, Melanie Sloan, ættleiddi tuttugu mánaða stúlku frá Eþíópíu.
Sloan missti af frumsýningu hasarmyndarinnar Iron Man 2 með dóttur sinni í stóru hlutverki því hún var á leið til Afríku að sækja stúlkuna, sem heitir Fenan.
Reyndar munaði litlu að hún kæmist ekki þangað vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli en á endanum tókst að greiða úr þeirri flækju. Scarlett, sem er 25 ára, á fyrir þrjú eldri systkini.