Heimsmeistarinn í snóker er ásakaður um að taka við mútum í skiptum fyrir að tapa ákveðnum römmum í ákveðnum fjórum leikjum seinna á árinu. Sá heitir John Higgins.
Málið hefur sett snókerheiminn á annan endann og Higgins er kominn í bann frá öllum keppnum á meðan rannsókn stendur yfir.
Upphæðin sem hann á að hafa samþykkt var 261 þúsund pund en News Of the World hefur undir höndum myndband þar sem Higgins og umboðsmaður hans semja um málið í Úkraínu á föstudaginn.
Umboðsmaður hans er sagður hafa sagt að hann óttaðist um öryggi þeirra á tímabili. Hvað nákvæmlega hann á við hefur ekki fengist úr skorið þar sem hvorki umboðsmaðurinn né Higgins hafa tjáð sig um málið.
Snókersamband heimsins hóf þegar rannsókn málsins.
Skandall skekur snókerheiminn
