Gagnrýni og hótun-um ESB vísað á bug 30. september 2010 05:15 Tómas H. Heiðar sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira