Tennisdrottningin Serena Williams þarf að fara í aðgerð á fæti eftir að hafa stigið á brotið glas á veitingastað.
Þessi besta tenniskona heims mun missa af þremur tennismótum vegna þessara sérkennilegu meiðsla.
"Ég er miður mín að missa af þessum mótum. Ég þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og bíð spennt eftir því að komast aftur út á völlinn," skrifaði Serena á heimasíðu sína.