Handbolti

Óskar Bjarni: Lofa sigri ef við fyllum húsið á mánudaginn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Óskar Bjarni.
Óskar Bjarni. Fréttablaðið/Daníel

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, leyfði sínum mönnum að spila frjálsan bolta í leiknum gegn Akureyi, og hann var stoltur maður eftir 25-31 sigur.

„Í síðasta leik vorum við nokkuð góðir, það voru lítil atriði sem voru að trufla okkur. Við viljum meina að þetta hafi verið hugarfarið þá. En það sást í kvöld að við erum ekkert tilbúnir til að fara í frí. Menn sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Nú er bara spurningin hvort drengirnir hafi verið að bjarga heiðrinum eða hvort þeir vilja virkilega mæta Haukunum," sagði Óskar.

Liðið keyrði norður í morgun og er núna á leiðinni heim. Áætlaður komutími í Valsheimilið er seint í nótt. „Það var löngu ákveðið að fara með rútu en við ætluðum að fljúga heim. Í gamla daga keyrðum við alltaf, maður slakar á, stoppar og er einbeittari við verkefnið. Ég hélt að þeir myndu ekki eiga roð í okkur í byrjun."

„Með þessa hröðu leikmenn, Sigga, Fannar og Siffa, þetta var átakanlega flott. Við spiluðum frjálsan bolta í dag, þetts eru besti finturnar í deildinni og þegar við spilum okkar kerfi er erfitt að eiga við okkur."

„Það verður háspenna á mánudaginn. Gleðin fyrir mig er að fara núna að klippa og pæla, ég veit ekki hvað ég gerði ef þetta væri búið. Við þurfum að klára gott lið Akureyrar ef við ætlum þangað."

Og Óskar vill fá fleiri í húsið en á fimmtudag. „Þetta er handboltinn. Þetta er gaman og allt önnur íþrótt. Það er spurning um að spila leikinn á mánudaginn bara hér? Þetta var gaman að spila fyrir framan allt þetta fólk."

"Ég er stoltur af fólkinu sem keyrði með okkur, þetta eru snillingar og þetta eru þeir sem koma á leikina okkar. Nú biðla ég til Valsmanna að gera svipað á mánudginn, við eigum það skilið segi ég."

„Ef við fyllum húsið á mánudaginn lofa ég sigri," sagði glaðbeittur Óskar Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×