Tún á bænum Önundarhorni verða hreinsuð 23. apríl 2010 09:25 Allt land undir Eyjafjöllum er þakið ösku. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Þessi tiltekni bær fór einstaklega illa undan flóðinu í Svaðbælisá og hluti túna eru þakin jökulleir og öðrum framburði samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að það sé mjög mikilvægt að þetta verkefni sé hafið strax vegna vorkomunnar og eru bændurnir Pála Kristin Buch og Sigurður Þór Þórhallsson tilbúin að takast á við það með tilstyrk Bjargráðasjóðs. Stjórnarformaður Bjargráðasjóðs, Hildur Traustadóttir, hefur á undanförnum dögum kynnt sér aðstæður og sótt upplýsingafundi sem hafa verið haldnir meðal íbúa á áhrifasvæði gossins. Samkvæmt upplýsingum Hildar mun stjórn sjóðsins funda í dag, 23. apríl, og fara yfir stöðu mála. En kappkostað verði að aðkoma sjóðsins verði bæði skjótvirk og skilvirk. Á ferð sinni í gær um öskusvæðið undir Eyjafjöllum skoðaði Jón Bjarnsons, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ennfremur önnur vegsumerki eftir hlaup Svaðbælisár við bæinn Þorvaldseyri. Farvegur árinnar þar efst er nú fullur af sandi og aur og getur alls ekki flutt mikið vatn án þess flæða yfir bakka sína og skapa þannig hættu á enn frekara tjóni en þegar er orðið á Þorvaldseyri. Fyrir liggur að styrkja þarf og hækka varnagarða frekar og jafnvel dýpka farveg árinnar svo fljótt sem verða má. Slíkt verkefni er til skoðunar hjá Vegageðinni og Landgræðslu ríkisins í samráði við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri og væntir ráðherra þess að niðurstöðu um aðgerðir sé að vænta hið fyrsta. Unnið er áfram að skoðun mála er tengjast sjálfu öskufallinu og aðgerðum tengdum því af samráðsnefnd ráðuneytisins ásamt öðrum aðilum. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Þessi tiltekni bær fór einstaklega illa undan flóðinu í Svaðbælisá og hluti túna eru þakin jökulleir og öðrum framburði samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að það sé mjög mikilvægt að þetta verkefni sé hafið strax vegna vorkomunnar og eru bændurnir Pála Kristin Buch og Sigurður Þór Þórhallsson tilbúin að takast á við það með tilstyrk Bjargráðasjóðs. Stjórnarformaður Bjargráðasjóðs, Hildur Traustadóttir, hefur á undanförnum dögum kynnt sér aðstæður og sótt upplýsingafundi sem hafa verið haldnir meðal íbúa á áhrifasvæði gossins. Samkvæmt upplýsingum Hildar mun stjórn sjóðsins funda í dag, 23. apríl, og fara yfir stöðu mála. En kappkostað verði að aðkoma sjóðsins verði bæði skjótvirk og skilvirk. Á ferð sinni í gær um öskusvæðið undir Eyjafjöllum skoðaði Jón Bjarnsons, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ennfremur önnur vegsumerki eftir hlaup Svaðbælisár við bæinn Þorvaldseyri. Farvegur árinnar þar efst er nú fullur af sandi og aur og getur alls ekki flutt mikið vatn án þess flæða yfir bakka sína og skapa þannig hættu á enn frekara tjóni en þegar er orðið á Þorvaldseyri. Fyrir liggur að styrkja þarf og hækka varnagarða frekar og jafnvel dýpka farveg árinnar svo fljótt sem verða má. Slíkt verkefni er til skoðunar hjá Vegageðinni og Landgræðslu ríkisins í samráði við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri og væntir ráðherra þess að niðurstöðu um aðgerðir sé að vænta hið fyrsta. Unnið er áfram að skoðun mála er tengjast sjálfu öskufallinu og aðgerðum tengdum því af samráðsnefnd ráðuneytisins ásamt öðrum aðilum.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira