Nýr og endurbættur Vísir var opnaður formlega á skemmtistaðnum Nasa í kvöld.
Fjöldi gesta og starfsfólk Vísis kynnti sér nýjungarnar og gæddu sér á mat og drykk.
Meðfylgjandi má sjá myndir af gestunum, Ara Eldjárn sem var með uppistand og Ara Edwald forstjóra 365 sem sagði líka nokkur vel valin orð sem féllu ekki síður vel í kramið hjá nærstöddum en grínið hjá hinum fyrrnefnda.