Veðmál forsetans Jón Kaldal skrifar 6. janúar 2010 06:15 Forseti Íslands varð í gær við ósk þeirra sem vildu að hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu breytingum á lögum um ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Forsetinn hefur mátt þola þunga gagnrýni vegna þessarar ákvörðunar. Að hluta réttmæta en um leið líka ósanngjarna. Ábyrgðin á því að málið er komið í þennan farveg er alls ekki aðeins forsetans. Með því að vísa málinu til þjóðarinnar hefur hann brugðist við vilja tugþúsunda Íslendinga, sem skrifuðu nöfn sín á lista Indefence, og líka þeirra þrjátíu þingmanna sem greiddu atkvæði með tillögu Péturs Blöndals um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sú tillaga var felld á Alþingi fyrir sléttum sjö dögum. Gjörvallur þessi hópur ber ábyrgð með forsetanum á þeirri stöðu sem komin er upp í þeirri milliríkjadeilu sem Icesave-samningarnir áttu að leysa. Sjálfur benti forsetinn á í viðtali fyrir tveimur árum að hann geti ekki einn ákveðið að breyta embættinu. „Það gerist í samskiptum og samleik við þjóðina; það er því vilji annarra en forsetans sem hefur úrslitaáhrif," sagði forsetinn við Mannlíf í árslok 2007. Með ákvörðun um að beita 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti á rúmum fimm árum, sýnir forsetinn að hann stendur við þessa sannfæringu sína. Í yfirlýsingu sinni í gær vísaði forseti til þess að á lista Indefence sé mun hærra hlutfall kjósenda en rætt hefur verið um sem viðmið um þann fjölda sem þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæði. Þetta eru þung rök. Þegar mál koma upp sem kljúfa þjóðina er æskilegt að hún hafi sem mest um það að segja hvernig leiða eigi þau til lykta. Í þessu tilfelli er málið hins vegar ekki svo einfalt. Þetta er ekki íslensk innansveitarkróníka ólíkt til dæmis fjölmiðlalögunum á sínum tíma. Ef þjóðin hefði fengið að kjósa um þau sumarið 2004 og þeim verið hafnað, hefðu fjölmiðlalögin einfaldlega verið úr sögunni. Sama má segja ef Kárahnjúkavirkjun hefði fallið í þjóðaratkvæði, svo annað djúpstætt deilumál sé nefnt til sögunnar. Þá væri ekkert Hálslón á öræfunum austan Vatnajökuls og Jökla rynni áfram óheft um botn Dimmugljúfra. Icesave mun hins vegar ekki hverfa ef breytingalögin verða felld. Þessir ógæfureikningar Landsbankans eru ekki aðeins vandamál okkar Íslendinga. Er þar komið að hinni réttmætu gagnrýni á embættisfærslu forseta. Þjóðaratkvæðagreiðsla lokar ekki þessu máli á nokkurn hátt. Þvert á móti bendir flest til þess að ákvörðun forsetans muni hafa í för með sér upplausn og óvissu. En fyrir forsetann persónulega er þetta hins vegar veðmál sem hann getur ekki tapað. Ef tekst að knýja fram betri Icesave-samninga en Alþingi hefur þegar samþykkt, mun það hressa verulega upp á laskaða ímynd hans. Ef ekki er það þjóðin sem þarf að takast á við efnahagslegar afleiðingar, sem enn óljós hluti hennar og tæpur helmingur alþingismanna hefur kallað yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Vinsælast 2010 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun
Forseti Íslands varð í gær við ósk þeirra sem vildu að hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu breytingum á lögum um ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Forsetinn hefur mátt þola þunga gagnrýni vegna þessarar ákvörðunar. Að hluta réttmæta en um leið líka ósanngjarna. Ábyrgðin á því að málið er komið í þennan farveg er alls ekki aðeins forsetans. Með því að vísa málinu til þjóðarinnar hefur hann brugðist við vilja tugþúsunda Íslendinga, sem skrifuðu nöfn sín á lista Indefence, og líka þeirra þrjátíu þingmanna sem greiddu atkvæði með tillögu Péturs Blöndals um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sú tillaga var felld á Alþingi fyrir sléttum sjö dögum. Gjörvallur þessi hópur ber ábyrgð með forsetanum á þeirri stöðu sem komin er upp í þeirri milliríkjadeilu sem Icesave-samningarnir áttu að leysa. Sjálfur benti forsetinn á í viðtali fyrir tveimur árum að hann geti ekki einn ákveðið að breyta embættinu. „Það gerist í samskiptum og samleik við þjóðina; það er því vilji annarra en forsetans sem hefur úrslitaáhrif," sagði forsetinn við Mannlíf í árslok 2007. Með ákvörðun um að beita 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti á rúmum fimm árum, sýnir forsetinn að hann stendur við þessa sannfæringu sína. Í yfirlýsingu sinni í gær vísaði forseti til þess að á lista Indefence sé mun hærra hlutfall kjósenda en rætt hefur verið um sem viðmið um þann fjölda sem þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæði. Þetta eru þung rök. Þegar mál koma upp sem kljúfa þjóðina er æskilegt að hún hafi sem mest um það að segja hvernig leiða eigi þau til lykta. Í þessu tilfelli er málið hins vegar ekki svo einfalt. Þetta er ekki íslensk innansveitarkróníka ólíkt til dæmis fjölmiðlalögunum á sínum tíma. Ef þjóðin hefði fengið að kjósa um þau sumarið 2004 og þeim verið hafnað, hefðu fjölmiðlalögin einfaldlega verið úr sögunni. Sama má segja ef Kárahnjúkavirkjun hefði fallið í þjóðaratkvæði, svo annað djúpstætt deilumál sé nefnt til sögunnar. Þá væri ekkert Hálslón á öræfunum austan Vatnajökuls og Jökla rynni áfram óheft um botn Dimmugljúfra. Icesave mun hins vegar ekki hverfa ef breytingalögin verða felld. Þessir ógæfureikningar Landsbankans eru ekki aðeins vandamál okkar Íslendinga. Er þar komið að hinni réttmætu gagnrýni á embættisfærslu forseta. Þjóðaratkvæðagreiðsla lokar ekki þessu máli á nokkurn hátt. Þvert á móti bendir flest til þess að ákvörðun forsetans muni hafa í för með sér upplausn og óvissu. En fyrir forsetann persónulega er þetta hins vegar veðmál sem hann getur ekki tapað. Ef tekst að knýja fram betri Icesave-samninga en Alþingi hefur þegar samþykkt, mun það hressa verulega upp á laskaða ímynd hans. Ef ekki er það þjóðin sem þarf að takast á við efnahagslegar afleiðingar, sem enn óljós hluti hennar og tæpur helmingur alþingismanna hefur kallað yfir sig.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun