Íslendingar færa Bretum ekkert annað en tóm leiðindi 17. apríl 2010 15:29 Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli. Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli.
Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira