Leikarinn Matt Damon fer með eitt aðalhlutverkið í endurgerð á klassíkinni True Grit ásamt Jeff Bridges og Josh Brolin.
Í einu atriði í kvikmyndinni sést Damon rassskella mótleikkonu sína, hina fjórtán ára gömlu Hailee Steinfeld. Damon á sjálfur fjórar dætur og viðurkennir að honum hafi þótt óþægilegt að leika atriðið.
„Þetta er mikilvægt atriði fyrir myndina af mörgum ástæðum. Leikstjórarnir settu því stóran púða á Hailee og svo tókum við atriðið upp. Ég spurði hana hvort hún meiddi sig en hún sagðist ekki einu sinni finna fyrir þessu þökk sé púðunum,“ sagði leikarinn.