Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 19:33 Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira