Úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja 1. október 2010 07:00 Bjartmar Þórðarson Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning. Lífið Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fór til Tyrklands í hárígræðslu: „Maður finnur fyrir potinu allan tímann“ Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Sjá meira
Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning.
Lífið Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fór til Tyrklands í hárígræðslu: „Maður finnur fyrir potinu allan tímann“ Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Sjá meira