Óþekktur bankamaður varaði Davíð Oddsson við 12. apríl 2010 19:11 Óþekktur bankamaður kom á fund Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og varaði hann við ástandinu. Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum. Hann hefði komið með mynd, sem hann hafði teiknað af tengslum stærstu lánþega bankanna og hvað þessir tengdu aðilar hefðu fengið að láni í stóru bönkunum þremur. Þetta hefði verið „bara venjulegur bankamaður"sem hefði blöskrað ástandið. Þannig hefði eitt fyrirtæki, þ.e. Baugur Group hf., t.d. skuldað samtals 700 til 800 milljarða kr. í þessum bönkum. Maðurinn hefði bannað Davíð að sýna þetta skjal því hann hefði verið hræddur um starf sitt í bankanum. Þessi bankamaður sagðist aðeins vera kominn „með toppinn á þessu" þannig að ástandið gæti verið verra. Síðan sagði Davíð orðrétt: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Aðspurður kvaðst Davíð hafa tekið mál um stórar áhættuskuldbindingar upp á fundi með Fjármálaeftirlitinu en þær upplýsingar sem hann hefði fengið frá forstjóra þess hefðu ekki stemmt við þær upplýsingar sem bankamaðurinn hefði veitt honum. Davíð var þá spurður til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til þess að ganga úr skugga um hvað væri rétt í þessu. Hann svaraði þá: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir aðrar en þær, ég hafði þessar upplýsingar, þær styrktu mig í þessari trú, ég var búinn að - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar. Ég sýndi þeim ekki þetta plagg en, af því að ég hafði bara [verið bundinn] trúnaði með það." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum. Hann hefði komið með mynd, sem hann hafði teiknað af tengslum stærstu lánþega bankanna og hvað þessir tengdu aðilar hefðu fengið að láni í stóru bönkunum þremur. Þetta hefði verið „bara venjulegur bankamaður"sem hefði blöskrað ástandið. Þannig hefði eitt fyrirtæki, þ.e. Baugur Group hf., t.d. skuldað samtals 700 til 800 milljarða kr. í þessum bönkum. Maðurinn hefði bannað Davíð að sýna þetta skjal því hann hefði verið hræddur um starf sitt í bankanum. Þessi bankamaður sagðist aðeins vera kominn „með toppinn á þessu" þannig að ástandið gæti verið verra. Síðan sagði Davíð orðrétt: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Aðspurður kvaðst Davíð hafa tekið mál um stórar áhættuskuldbindingar upp á fundi með Fjármálaeftirlitinu en þær upplýsingar sem hann hefði fengið frá forstjóra þess hefðu ekki stemmt við þær upplýsingar sem bankamaðurinn hefði veitt honum. Davíð var þá spurður til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til þess að ganga úr skugga um hvað væri rétt í þessu. Hann svaraði þá: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir aðrar en þær, ég hafði þessar upplýsingar, þær styrktu mig í þessari trú, ég var búinn að - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar. Ég sýndi þeim ekki þetta plagg en, af því að ég hafði bara [verið bundinn] trúnaði með það."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira