Óþekktur bankamaður varaði Davíð Oddsson við 12. apríl 2010 19:11 Óþekktur bankamaður kom á fund Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra og varaði hann við ástandinu. Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum. Hann hefði komið með mynd, sem hann hafði teiknað af tengslum stærstu lánþega bankanna og hvað þessir tengdu aðilar hefðu fengið að láni í stóru bönkunum þremur. Þetta hefði verið „bara venjulegur bankamaður"sem hefði blöskrað ástandið. Þannig hefði eitt fyrirtæki, þ.e. Baugur Group hf., t.d. skuldað samtals 700 til 800 milljarða kr. í þessum bönkum. Maðurinn hefði bannað Davíð að sýna þetta skjal því hann hefði verið hræddur um starf sitt í bankanum. Þessi bankamaður sagðist aðeins vera kominn „með toppinn á þessu" þannig að ástandið gæti verið verra. Síðan sagði Davíð orðrétt: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Aðspurður kvaðst Davíð hafa tekið mál um stórar áhættuskuldbindingar upp á fundi með Fjármálaeftirlitinu en þær upplýsingar sem hann hefði fengið frá forstjóra þess hefðu ekki stemmt við þær upplýsingar sem bankamaðurinn hefði veitt honum. Davíð var þá spurður til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til þess að ganga úr skugga um hvað væri rétt í þessu. Hann svaraði þá: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir aðrar en þær, ég hafði þessar upplýsingar, þær styrktu mig í þessari trú, ég var búinn að - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar. Ég sýndi þeim ekki þetta plagg en, af því að ég hafði bara [verið bundinn] trúnaði með það." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum. Hann hefði komið með mynd, sem hann hafði teiknað af tengslum stærstu lánþega bankanna og hvað þessir tengdu aðilar hefðu fengið að láni í stóru bönkunum þremur. Þetta hefði verið „bara venjulegur bankamaður"sem hefði blöskrað ástandið. Þannig hefði eitt fyrirtæki, þ.e. Baugur Group hf., t.d. skuldað samtals 700 til 800 milljarða kr. í þessum bönkum. Maðurinn hefði bannað Davíð að sýna þetta skjal því hann hefði verið hræddur um starf sitt í bankanum. Þessi bankamaður sagðist aðeins vera kominn „með toppinn á þessu" þannig að ástandið gæti verið verra. Síðan sagði Davíð orðrétt: „Og ef það var svo þá sá ég fyrir mér að þessir bankar mundu fyrr eða síðar allir fara á hausinn." Aðspurður kvaðst Davíð hafa tekið mál um stórar áhættuskuldbindingar upp á fundi með Fjármálaeftirlitinu en þær upplýsingar sem hann hefði fengið frá forstjóra þess hefðu ekki stemmt við þær upplýsingar sem bankamaðurinn hefði veitt honum. Davíð var þá spurður til hvaða ráðstafana hann hefði gripið til þess að ganga úr skugga um hvað væri rétt í þessu. Hann svaraði þá: „Ég gerði engar sérstakar ráðstafanir aðrar en þær, ég hafði þessar upplýsingar, þær styrktu mig í þessari trú, ég var búinn að - ég reyndar held að ég hafi sagt mínum félögum frá því, að ég væri að fá upplýsingar sem væri verið að vinna sem virtust benda í þá átt að mínar áhyggjur í þessum efnum væru réttar en fullyrðingar Fjármálaeftirlitsins væru rangar. Ég sýndi þeim ekki þetta plagg en, af því að ég hafði bara [verið bundinn] trúnaði með það."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira