Rannsaka þarf sparisjóðina 24. apríl 2010 08:15 Ákvörðun um hvort fram fari sérstök rannsókn á falli hruni sparisjóða, sem ekki var fjallað um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, er á hendi þingmannanefndar sem fjallar um skýrsluna. Fréttablaðið/GVA Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. „Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök,“ segir í skýrslunni. Vegna umfangs verkefnis nefndarinnar hafi ekki unnist tími til að taka þau vandamál til sérstakrar skoðunar. Atli Gíslason, formaður þingnefndar sem fjallar um skýrsluna, segir nefndina hafa heimild til að ákveða framhaldsrannsókn. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. Að sögn Atla standa vonir til að niðurstöður liggi fyrir í september. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir gefa auga leið að frekari rannsókna sé þörf. „Allir sparisjóðirnir eru í rúst. Eitthvað gerðist og auðvitað er ástæða til að rannsaka það,“ segir hann. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON á árunum 1976 til 2004, segist ekki geta tjáð sig um hvort eitthvað kunni að hafa farið aflaga hjá sjóðunum eftir hans formannssetu. Um það hafi hann enga vitneskju. Jón segir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að heimila frjálsa sölu stofnfjárbréfa árið 2002 hins vegar hafa verið „arfavitlausa“. Í framhaldinu gengu bréfin kaupum og sölum á margföldu nafnverði. „Eftir að Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að það mætti selja þessi bréf og lagaákvæði sem verið höfðu í gildi í meira en hundrað ár stæðust ekki stjórnarskrá, þá var fótunum kippt undan kerfinu. Þar tel ég hafa verið upphafið að endalokum sparisjóðanna.“- sh, ókáVilhjálmur BjarnasonJón G. TómassonAtli Gíslason
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira