Körfubolti

Lokaúrslitin hefjast í Keflavík í níunda sinn - fyrsti leikur í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvískir stuðningsmenn.
Keflvískir stuðningsmenn. Mynd/Vilhelm
Keflavík og Snæfell leik í kvöld fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þetta verður í níunda skiptið sem heimamenn eru með heimavallarrétt í lokaúrslitum og úrslitaeinvígið byrjar í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Keflavíkurliðið hefur unnið sjö af átta úrslitaeinvígunum þar sem liðið hefur verið með heimavallarrétt og er með 75 prósent sigurhlutfall í fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum. Njarðvík er eina liðið sem hefur náð að vinna fyrsta leik í Keflavík en það gerðu nágrannarnir bæði 1999 og 2002.

Úrslitaeinvígi sem hafa byrjað í Keflavík:

1989 Keflavík 2-1 KR {77-74, 85-92, 89-72}

1992 Keflavík 3-2 Valur {106-84, 91-104, 67-95, 78-56, 77-68}

1993 Keflavík 3-0 Haukar {103-67, 91-71, 108-89}

1997 Keflavík 3-0 Grindavík {107-91, 100-97, 106-92}

1999 Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}

2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}

2005 Keflavík 3-1 Snæfell {90-75, 93-97, 86-83, 98-88}

2008 Keflavík 3-0 Snæfell {81-79, 98-83, 98-74}

2010 Keflavík 0-0 Snæfell {???}




Fleiri fréttir

Sjá meira


×