Inception er mynd ársins 29. desember 2010 13:00 Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson. Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson.
Lífið Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira