Inception er mynd ársins 29. desember 2010 13:00 Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson. Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson.
Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira