Dvelur í Jemen í sex mánuði 19. maí 2010 09:30 Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemen í næstu viku þar sem hann mun dvelja í hálft ár. Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýsingum og miðla þeim af ástandinu þarna," segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka." Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum," segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkjamanna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð." Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófriðurinn staðbundinn," segir hann og býst við að dvelja í höfuðborginni Sana"a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmundur Gunnarsson leysa hann af. - fb Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýsingum og miðla þeim af ástandinu þarna," segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka." Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum," segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkjamanna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð." Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófriðurinn staðbundinn," segir hann og býst við að dvelja í höfuðborginni Sana"a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmundur Gunnarsson leysa hann af. - fb
Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira