Dvelur í Jemen í sex mánuði 19. maí 2010 09:30 Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemen í næstu viku þar sem hann mun dvelja í hálft ár. Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýsingum og miðla þeim af ástandinu þarna," segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka." Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum," segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkjamanna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð." Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófriðurinn staðbundinn," segir hann og býst við að dvelja í höfuðborginni Sana"a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmundur Gunnarsson leysa hann af. - fb Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guðmarsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýsingum og miðla þeim af ástandinu þarna," segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka." Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið-Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum," segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkjamanna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð." Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófriðurinn staðbundinn," segir hann og býst við að dvelja í höfuðborginni Sana"a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmundur Gunnarsson leysa hann af. - fb
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira