Vill að leynd yfir skýrslu um útigangsmenn sé aflétt Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. ágúst 2010 19:16 Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur gagnrýnir leynd yfir skýrslu um málefni utangarðsfólks. Hann hefur farið fram á að trúnaði um skýrsluna verði aflétt. Um áfangaskýrslu er að ræða, en hún var að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði, unnin síðasta haust af eftirlitsmönnum. Þar er fjallað um reynsluna af smáhýsum fyrir utangarðsmenn á Granda, en eins og fréttastofa greindi frá varð nýlega dauðsfall í einu þeirra. Fréttastofa hefur farið fram á að fá aðgang að skýrslunni en verið hafnað. Þorleifur gagnrýnir þessa leynd, en sjálfur segist hann hafa þurft að beita hörku til að fá að sjá skýrsluna. Hann segir mikilvægt að trúnaðinum verði aflétt svo vitræn umræða geti farið fram um málefni þessa þjóðfélagshóps. Kjörnum fulltrúum var sýnd skýrslan á síðasta fundi velferðarráðs í trúnaði, en þar lagði Þorleifur til að trúnaðinum verði aflétt. Tillagan var ekki afgreidd á fundinum, en Þorleifur segir að sér hafi verið tjáð að ekki verði fallist á hana. „Þetta eru að mínu mati forneskjuleg vinnubrögð, nýr meirihluti í Reykjavík hefur talað fyrir opinni og gagnsærri stjórnsýslu og það er kominn tími til að svo verði," segir Þorleifur Gunnlaugsson fulltrúi Vinstri Grænna í velferðarráði. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði fram bókun á síðasta fundi velferðarráðs um að það væri ekki íbúum smáhýsanna til hagsbóta að aflétta trúnaði á skýrslunni þar sem í henni séu persónurekjanlegar upplýsingar. Opin og gagnsæ stjórnsýsla sé mikilvæg, en hún megi ekki vera á kostnað skjólstæðinga velferðarkerfisins. Skroll-Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur gagnrýnir leynd yfir skýrslu um málefni utangarðsfólks. Hann hefur farið fram á að trúnaði um skýrsluna verði aflétt. Um áfangaskýrslu er að ræða, en hún var að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði, unnin síðasta haust af eftirlitsmönnum. Þar er fjallað um reynsluna af smáhýsum fyrir utangarðsmenn á Granda, en eins og fréttastofa greindi frá varð nýlega dauðsfall í einu þeirra. Fréttastofa hefur farið fram á að fá aðgang að skýrslunni en verið hafnað. Þorleifur gagnrýnir þessa leynd, en sjálfur segist hann hafa þurft að beita hörku til að fá að sjá skýrsluna. Hann segir mikilvægt að trúnaðinum verði aflétt svo vitræn umræða geti farið fram um málefni þessa þjóðfélagshóps. Kjörnum fulltrúum var sýnd skýrslan á síðasta fundi velferðarráðs í trúnaði, en þar lagði Þorleifur til að trúnaðinum verði aflétt. Tillagan var ekki afgreidd á fundinum, en Þorleifur segir að sér hafi verið tjáð að ekki verði fallist á hana. „Þetta eru að mínu mati forneskjuleg vinnubrögð, nýr meirihluti í Reykjavík hefur talað fyrir opinni og gagnsærri stjórnsýslu og það er kominn tími til að svo verði," segir Þorleifur Gunnlaugsson fulltrúi Vinstri Grænna í velferðarráði. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði fram bókun á síðasta fundi velferðarráðs um að það væri ekki íbúum smáhýsanna til hagsbóta að aflétta trúnaði á skýrslunni þar sem í henni séu persónurekjanlegar upplýsingar. Opin og gagnsæ stjórnsýsla sé mikilvæg, en hún megi ekki vera á kostnað skjólstæðinga velferðarkerfisins.
Skroll-Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira