Körfubolti

IE-deild karla: Sigrar hjá Grindavík og Fjölni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Páll Axel var heitur í kvöld.
Páll Axel var heitur í kvöld.

Grindavík er komið í toppbaráttuna í Iceland Express-deild karla af fullum krafti með sigri á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld.

Leikurinn jafn allan tímann en Grindvíkingar oftar en ekki skrefi á undan. Lokakaflinn var spennandi en taugar Grindvíkinga héldu.

Fjölnir vann síðan fyrirhafnarlítinn sigur á botnliði FSu sem virðist ekki líklegt til þess að næla í fleiri stig í vetur.

Leik Snæfells og ÍR sem átti að fara fram í kvöld var frestað vegna veðurs.

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan-Grindavík  76-81

Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 22, Justin Shouse 21, Djorde Pantelic 15, Fannar Helgason 12, Kjartan Kjartansson 6.

Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 24, Darrell Flake 18, Þorleifur Ólafsson 13, Ólafur Ólafsson 11, Ómar Sævarsson 10, Brenton Birmingham 5.

Fjölnir-FSu  92-69

Stig Fjölnis: Christopher Smith 27, Magni Hafsteinsson 20, Arnþór Freyr Guðmundsson 13,  Ægir Þór Steinarsson 10, Jón Sverrisson 8, Tómas Heiðar Tómasson 8, Sindri Kárason 4, Garðr Sveinbjörnsson 2.

Stig FSu: Christopher Caird 19, Richard Williams 17, Aleksas Zimnickas 15, Jake Wyatt 8, Kjartan Kárason 7, Orri Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×