Webber: Gekk of langt í ummælum 19. júlí 2010 09:49 Mark Webber fagnar sigrinum á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans. Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Hann gaf í skyn að hann væri ökumaður númer tvö hjá liðinu, vegna ákvörðunar framkvæmdarstjóra liðsins um að Sebastian Vettel fengi nýrri framvæng sem var í boði. Aðeins einn var til taks og Vettel fékk vænginn þar sem hann var ofar í stigamótinu, en vængurinn var tekinn af bíl Webbers, sem sárnaði meðferðin. "Ég sagði of mikið opinberlega. Ég vildi að það hefði ekki gerst, en það gerðist. Ég er með opið hjarta og er heiðarlegur við sjálfan mig og aðra", sagði Webber í frétt á autosport.com, sem vitnar í Daily Mail. Fréttamaður blaðsins ræddi við Webber. "Ég vil bara sanngjarna meðferð og maður verður að gæta þess að hafa ekki mótvind. Ég var heitur á laugardeginum útaf því sem var í gangi. Þetta var óvenjuleg staða, þar sem aðeins einn hlutur var til og ákvörðunin vandasöm. Hún olli mér vonbrigðum." "En það jákvæða er að við vitum að hverjum við göngum í framtíðinni. Hann (Vettel) fékk vænginn af því hann var ofar í stigamótinu. Nú er ég hærri, þannig að það er rökin sem verða notuð við ákvarðanir", sagði Webber og ef álíka staða kemur upp aftur í næsta móti, þá fengi Webber forgang á notkun. Siðan ræður það hver er ofar að stigum. "Við erum að berjast á toppnum og það er gott vandamál að eiga við", sagði Webber og gat þess að allt væri í sóma milli hans og Vettels. Þeir hefðu tekið höndina hvor á öðrum eftir keppnina, en síðan fagnaði liðið sigrinum sameiginlega um kvöldið í árlegri veislu framkvæmdarstjórans.
Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira