Jón Hreggviðsson er þjóðin 24. apríl 2010 15:03 Íslandsklukkan í Þjóðleikhúsinu er góð sýning þar sem leikhúsið er leikhús og öll textameðferð til fyrirmyndar að mati Elísabetar Brekkan gagnrýnanda. **** Íslandsklukkan eftir skáldsögum Halldórs Laxness Leikstjóri og leikgerð: Benedikt Erlingsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Lárus Björnsson. Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. Gervi: Ingibjörg Huldarsdóttir. Búningar: Helga Björnsson. Fjölmargir íbúar þessa lands flækjast um í tötrum og drepast úr sulti og seyru auk þess sem þeir sem hlýða ekki lögum og reglum eru hýddir eða hreinlega drepnir. Konungur landsins, sem gefur ekki mikið fyrir þessa vesalinga, er að íhuga að selja landið, losna við það. Slíkar eru aðstæðurnar þegar kotbóndanum Jóni Hreggviðssyni frá Rein verður á að stela sér snærisspotta. Svona eru aðstæður fólksins í þessu landi í því verki sem Halldór Laxness lýsir í Íslandsklukkunni sem nú er sýnd í leikgerð Benedikts Erlingssonar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið á 60 ára afmæli og einmitt þetta verk var eitt af þremur sem valið var til sýningar þá er húsið hóf starfsemi sína. Nú, sextíu árum síðar, er eins og verkið hafi verið samið í gær fyrir nákvæmlega sömu þjóðina. Þessa þjóð sem er alltaf í einhverjum vandræðum með að skilja sjálfa sig. Benedikt Erlingsson ræðst í texta nóbelskáldsins og með varfærni, ást og virðingu fyrir þeim texta sem upphaflega var inntak þriggja bóka tekst honum að spegla afmæli Þjóðleikhússins, núverandi ástand þjóðarinnar og smíða saman spennandi sýningu. Þetta er í raun og veru sorgleg frásögn. Í þessari uppsetningu velur Benedikt Erlingsson að gera áhorfendum grein fyrir því að þeir eru í leikhúsi og það er eitt af góðu lausnunum. Þeir stólar sem urðu að víkja, þegar breytingarkynslóð óð með hamra inn í stóra sal Þjóðleikhússins og reif niður efri svalir til að sameina þeim neðri, fá hér sjálfstætt hlutverk í ýmsum myndum fyrir utan að spegla áhorfendur sem um einn stóran skara hlustenda væri að ræða, hvort heldur er uppi á sviðinu eða niðri í salnum. Sviðið er djúpt og það er notað og leikið á því öllu. Leikmyndin er meira skýr tákn um staði og atburði heldur en eiginleg leikmynd. Þetta er saga Jóns Hreggviðssonar, kotbóndans dauðadæmda, sem lifir af hremmingar vegna þess eins að hann hefur kjark og trúir ekki öðru en að það sé hægt að berjast fyrir lífi sínu og kannski einhvers konar réttlæti. Þetta er saga Árna Árnasonar sem drifinn er áfram af þörfinni að bjarga því eina sem gerir þjóðina að þjóð, nefnilega bókunum. Þetta er saga Snæfríðar, dóttur yfirvaldsins, sem er tákngervingur hinnar breysku og um leið hinnar misskildu yfirstéttarstúlku, samskipta hennar við fjölskylduna, vonbiðilinn, drykkjusjúkan eiginmann og Jón Hreggviðsson. Til að hjálpa framvindunni syngja og ramma inn stemninguna í leiknum þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson sem spila á hljóðfæri og eigin raddir með undragóðum söng Þórunnar Lárusdóttur sér til fulltingis ásamt leikhópnum í heild sinni og skapar þetta góðar krækjur yfir í nýjar málsgreinar frásagnarinnar en þar sem textinn er svo meitlaður og lifir svo sjálfstæðu lífi var fullmikið af límingum með aðstoð tónanna. Skírskotun meira í írska tónlist og ópin í kvalasöngnum líkust því sem heyrst hefur hjá indjánum, örlítið langsótt. Hugmyndin góð en ofnotuð. Helstu annmarkar sýningarinnar var stirðleikinn og skorturinn á ástríðu millum þeirra Snæfríðar og Arneusar. Vitaskuld valdi hann bækur fram yfir hana en engu að síður var hann sólginn í nærveru hennar og sá blossi sem þar bærist undir er víðsfjarri í samskiptum þeirra í þessari sýningu. Vonandi ná þau tökum á þessari spennu og hlutverkin verða heilsteyptari þegar frá líður. Það er furðulegt að Snæfríður skuli ekki taka út neinn þroska sem greina má í tali hennar á þeim fimmtán árum sem líða milli þess sem hún missir ástmanninn og þar til hún hittir hann að nýju. Það er svolítill unglingafrekjutónn sem einkennir tal þessarar Snæfríðar. Lilja Nótt Þórarinsdóttir var glæsileg á velli en hlýjuna og ástríðuna vantaði. Ingvar E. Sigurðsson smýgur inn í gervi Jóns Hreggviðssonar eins og sá sem þarf að bjarga lífi sínu með réttum blæbrigðum. Í fyrstu er hann hýddur og hýðingin er smart gerð með pensilstrikum sem máluð eru á hrygg hans meðan höggin dynja annars staðar. Mynd, hljóð og töfrar elta hvert annað uppi víðs vegar í sýningunni. Ingvar E. Sigurðsson bregst ekki aðdáendum sínum frekar en endranær og það er alveg greinilegt að hann nýtur þess að takast á við þetta stórbrotna listaverk og spyrja enn einu sinni hinnar klassísku spurningar um það hvenær maður drepur mann. Þetta er klassík og orðin ekki aðeins hljómuðu vel heldur ljómuðu einnig. Metta, hin danska greifafrú, sem Guðrúnu Snæfríði Gísladóttur tekst svo snilldarlega að sýna í skrumskældum líkama í stórkostlegu gervi, átti salinn þá er hún birtist eins og sambland af norn og brúðu. Allir þekktu hana hver í sinni nornafyrirmynd en engu að síður svo ámátleg og hreint frábær í svipbrigðum þegar hún spyr um þessa konu sem hennar eiginmaður hefur verið að hitta. Jón Guðmundsson Grindvíking sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, hlægir salinn sí og æ með kækjum sínum og orðatiltækjum. Engu að síður vaknar óneitanlega spurningin, hví var ekki fenginn karlmaður í hlutverkið? Arnar Jónsson skilaði vel hlutverki Eydalíns lögmanns. Vonbrigðin og sársaukinn æpa úr skrumskældum líkama hans þegar hann höktir frá sinni föllnu dóttur. Séra Sigurð dómkirkjuprest leikur Jón Páll Eyjólfsson og hinu kraumandi sálarstríði og angist þessa miðaldra ástsjúka klerks kemur hann til skila með mikilli sannfæringu. Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk assesorsins Arnasar Arnæusar og sætir það furðu hversu tilþrifalítil persóna var þar á ferð. Hann átti sína spretti eins og þegar hann sat á rökstólum með von Úffelen hinum þýska sem Kjartan Guðjónsson lék, en allt samspil hans og Snæfríðar var heldur dauft auk þess sem erfitt var að trúa því að persóna með þetta yfirbragð væri fræðimaður af ákafa og guðs náð. Bæði Björn og Ilmur gera sig betur í kvikmyndum en á stóru sviði. Öldungar sýningarinnar römmuðu söguna inn. Herdís Þorvaldsdóttir, fyrrverandi Snæfríður í hlutverki móður Jóns Hreggviðssonar, var sterk í sinni brothættu persónu og eins var kynnirinn, gamall maður í Bláskógum, sem Erlingur Gíslason lék með notalega nærveru. Björn Thors átti stjörnuleik í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu. Hann beitir rödd sinni og skrokk þannig að hvorutveggja fyllir svið og sal í hvert sinn er hann birtist. Hvort heldur hann hrynur niður allar tröppurnar eða þeytist eins og slytti eftir sviðinu endilöngu. Samspil hans og Snæfríðar var sterkt og trúverðugt. Jón Marteinsson sem stelur Skáldu, helsta bókmenntaverki þjóðarinnar, og er sífullur, hefur í fyrri sýningum verið skondin persóna en hér var það fylliríið sem verður aðalinntak persónusköpunar í meðförum Stefáns Halls Stefánssonar. Heldur þreytandi. Búningar voru einstaklega skemmtilegir fyrir svo utan að hið mikla sjónarspil þá er hún Kaupinhöfn brennur hélt áhorfendum svo sannarlega föngnum, eins og að vera kominn inn í ítalska bíómynd. Síðar kápur Snæfríðar og einstaklega fallegir kjólar vöktu aðdáun þeirra sem gaman hafa af glæsilegum klæðnaði. Helga Björnsson fatahönnuður á heiðurinn að búningum. Á frumsýningunni var listamönnunum fagnað af þeim ákafa og hrifningu sem inntak sýningarinnar vakti í brjóstum áhorfenda. Já, það er einmitt þetta sem tilvera okkar fjallar um þessa dagana, réttlæti fyrir suma! Spurningin er bara hvort þetta verður svona áfram? Elísabet Brekkan Niðurstaða: Góð sýning þar sem leikhúsið er leikhús og öll textameðferð til fyrirmyndar. Gagnrýni Leikhús Lífið Tengdar fréttir Slegið í Íslandsklukkuna - Myndir Þjóðleikhúsið varð sextíu ára á sumardaginn fyrsta og af því tilefni var eitt af höfuðverkum leikhússins, Íslandsklukkan, frumsýnt. 24. apríl 2010 09:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
**** Íslandsklukkan eftir skáldsögum Halldórs Laxness Leikstjóri og leikgerð: Benedikt Erlingsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Lárus Björnsson. Tónlist: Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. Gervi: Ingibjörg Huldarsdóttir. Búningar: Helga Björnsson. Fjölmargir íbúar þessa lands flækjast um í tötrum og drepast úr sulti og seyru auk þess sem þeir sem hlýða ekki lögum og reglum eru hýddir eða hreinlega drepnir. Konungur landsins, sem gefur ekki mikið fyrir þessa vesalinga, er að íhuga að selja landið, losna við það. Slíkar eru aðstæðurnar þegar kotbóndanum Jóni Hreggviðssyni frá Rein verður á að stela sér snærisspotta. Svona eru aðstæður fólksins í þessu landi í því verki sem Halldór Laxness lýsir í Íslandsklukkunni sem nú er sýnd í leikgerð Benedikts Erlingssonar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið á 60 ára afmæli og einmitt þetta verk var eitt af þremur sem valið var til sýningar þá er húsið hóf starfsemi sína. Nú, sextíu árum síðar, er eins og verkið hafi verið samið í gær fyrir nákvæmlega sömu þjóðina. Þessa þjóð sem er alltaf í einhverjum vandræðum með að skilja sjálfa sig. Benedikt Erlingsson ræðst í texta nóbelskáldsins og með varfærni, ást og virðingu fyrir þeim texta sem upphaflega var inntak þriggja bóka tekst honum að spegla afmæli Þjóðleikhússins, núverandi ástand þjóðarinnar og smíða saman spennandi sýningu. Þetta er í raun og veru sorgleg frásögn. Í þessari uppsetningu velur Benedikt Erlingsson að gera áhorfendum grein fyrir því að þeir eru í leikhúsi og það er eitt af góðu lausnunum. Þeir stólar sem urðu að víkja, þegar breytingarkynslóð óð með hamra inn í stóra sal Þjóðleikhússins og reif niður efri svalir til að sameina þeim neðri, fá hér sjálfstætt hlutverk í ýmsum myndum fyrir utan að spegla áhorfendur sem um einn stóran skara hlustenda væri að ræða, hvort heldur er uppi á sviðinu eða niðri í salnum. Sviðið er djúpt og það er notað og leikið á því öllu. Leikmyndin er meira skýr tákn um staði og atburði heldur en eiginleg leikmynd. Þetta er saga Jóns Hreggviðssonar, kotbóndans dauðadæmda, sem lifir af hremmingar vegna þess eins að hann hefur kjark og trúir ekki öðru en að það sé hægt að berjast fyrir lífi sínu og kannski einhvers konar réttlæti. Þetta er saga Árna Árnasonar sem drifinn er áfram af þörfinni að bjarga því eina sem gerir þjóðina að þjóð, nefnilega bókunum. Þetta er saga Snæfríðar, dóttur yfirvaldsins, sem er tákngervingur hinnar breysku og um leið hinnar misskildu yfirstéttarstúlku, samskipta hennar við fjölskylduna, vonbiðilinn, drykkjusjúkan eiginmann og Jón Hreggviðsson. Til að hjálpa framvindunni syngja og ramma inn stemninguna í leiknum þeir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson sem spila á hljóðfæri og eigin raddir með undragóðum söng Þórunnar Lárusdóttur sér til fulltingis ásamt leikhópnum í heild sinni og skapar þetta góðar krækjur yfir í nýjar málsgreinar frásagnarinnar en þar sem textinn er svo meitlaður og lifir svo sjálfstæðu lífi var fullmikið af límingum með aðstoð tónanna. Skírskotun meira í írska tónlist og ópin í kvalasöngnum líkust því sem heyrst hefur hjá indjánum, örlítið langsótt. Hugmyndin góð en ofnotuð. Helstu annmarkar sýningarinnar var stirðleikinn og skorturinn á ástríðu millum þeirra Snæfríðar og Arneusar. Vitaskuld valdi hann bækur fram yfir hana en engu að síður var hann sólginn í nærveru hennar og sá blossi sem þar bærist undir er víðsfjarri í samskiptum þeirra í þessari sýningu. Vonandi ná þau tökum á þessari spennu og hlutverkin verða heilsteyptari þegar frá líður. Það er furðulegt að Snæfríður skuli ekki taka út neinn þroska sem greina má í tali hennar á þeim fimmtán árum sem líða milli þess sem hún missir ástmanninn og þar til hún hittir hann að nýju. Það er svolítill unglingafrekjutónn sem einkennir tal þessarar Snæfríðar. Lilja Nótt Þórarinsdóttir var glæsileg á velli en hlýjuna og ástríðuna vantaði. Ingvar E. Sigurðsson smýgur inn í gervi Jóns Hreggviðssonar eins og sá sem þarf að bjarga lífi sínu með réttum blæbrigðum. Í fyrstu er hann hýddur og hýðingin er smart gerð með pensilstrikum sem máluð eru á hrygg hans meðan höggin dynja annars staðar. Mynd, hljóð og töfrar elta hvert annað uppi víðs vegar í sýningunni. Ingvar E. Sigurðsson bregst ekki aðdáendum sínum frekar en endranær og það er alveg greinilegt að hann nýtur þess að takast á við þetta stórbrotna listaverk og spyrja enn einu sinni hinnar klassísku spurningar um það hvenær maður drepur mann. Þetta er klassík og orðin ekki aðeins hljómuðu vel heldur ljómuðu einnig. Metta, hin danska greifafrú, sem Guðrúnu Snæfríði Gísladóttur tekst svo snilldarlega að sýna í skrumskældum líkama í stórkostlegu gervi, átti salinn þá er hún birtist eins og sambland af norn og brúðu. Allir þekktu hana hver í sinni nornafyrirmynd en engu að síður svo ámátleg og hreint frábær í svipbrigðum þegar hún spyr um þessa konu sem hennar eiginmaður hefur verið að hitta. Jón Guðmundsson Grindvíking sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, hlægir salinn sí og æ með kækjum sínum og orðatiltækjum. Engu að síður vaknar óneitanlega spurningin, hví var ekki fenginn karlmaður í hlutverkið? Arnar Jónsson skilaði vel hlutverki Eydalíns lögmanns. Vonbrigðin og sársaukinn æpa úr skrumskældum líkama hans þegar hann höktir frá sinni föllnu dóttur. Séra Sigurð dómkirkjuprest leikur Jón Páll Eyjólfsson og hinu kraumandi sálarstríði og angist þessa miðaldra ástsjúka klerks kemur hann til skila með mikilli sannfæringu. Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk assesorsins Arnasar Arnæusar og sætir það furðu hversu tilþrifalítil persóna var þar á ferð. Hann átti sína spretti eins og þegar hann sat á rökstólum með von Úffelen hinum þýska sem Kjartan Guðjónsson lék, en allt samspil hans og Snæfríðar var heldur dauft auk þess sem erfitt var að trúa því að persóna með þetta yfirbragð væri fræðimaður af ákafa og guðs náð. Bæði Björn og Ilmur gera sig betur í kvikmyndum en á stóru sviði. Öldungar sýningarinnar römmuðu söguna inn. Herdís Þorvaldsdóttir, fyrrverandi Snæfríður í hlutverki móður Jóns Hreggviðssonar, var sterk í sinni brothættu persónu og eins var kynnirinn, gamall maður í Bláskógum, sem Erlingur Gíslason lék með notalega nærveru. Björn Thors átti stjörnuleik í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu. Hann beitir rödd sinni og skrokk þannig að hvorutveggja fyllir svið og sal í hvert sinn er hann birtist. Hvort heldur hann hrynur niður allar tröppurnar eða þeytist eins og slytti eftir sviðinu endilöngu. Samspil hans og Snæfríðar var sterkt og trúverðugt. Jón Marteinsson sem stelur Skáldu, helsta bókmenntaverki þjóðarinnar, og er sífullur, hefur í fyrri sýningum verið skondin persóna en hér var það fylliríið sem verður aðalinntak persónusköpunar í meðförum Stefáns Halls Stefánssonar. Heldur þreytandi. Búningar voru einstaklega skemmtilegir fyrir svo utan að hið mikla sjónarspil þá er hún Kaupinhöfn brennur hélt áhorfendum svo sannarlega föngnum, eins og að vera kominn inn í ítalska bíómynd. Síðar kápur Snæfríðar og einstaklega fallegir kjólar vöktu aðdáun þeirra sem gaman hafa af glæsilegum klæðnaði. Helga Björnsson fatahönnuður á heiðurinn að búningum. Á frumsýningunni var listamönnunum fagnað af þeim ákafa og hrifningu sem inntak sýningarinnar vakti í brjóstum áhorfenda. Já, það er einmitt þetta sem tilvera okkar fjallar um þessa dagana, réttlæti fyrir suma! Spurningin er bara hvort þetta verður svona áfram? Elísabet Brekkan Niðurstaða: Góð sýning þar sem leikhúsið er leikhús og öll textameðferð til fyrirmyndar.
Gagnrýni Leikhús Lífið Tengdar fréttir Slegið í Íslandsklukkuna - Myndir Þjóðleikhúsið varð sextíu ára á sumardaginn fyrsta og af því tilefni var eitt af höfuðverkum leikhússins, Íslandsklukkan, frumsýnt. 24. apríl 2010 09:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Slegið í Íslandsklukkuna - Myndir Þjóðleikhúsið varð sextíu ára á sumardaginn fyrsta og af því tilefni var eitt af höfuðverkum leikhússins, Íslandsklukkan, frumsýnt. 24. apríl 2010 09:00