PwC vanrækti skyldur sínar 15. september 2010 05:30 Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj Fréttir Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj
Fréttir Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent