Körfubolti

Er þetta ennþá höllin hans Nick Bradford?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford í DHL-Höllinni í fyrra.
Nick Bradford í DHL-Höllinni í fyrra. Mynd/Daníel

Það eru örugglega fáir búnir að gleyma frammistöðu Nick Braford með Grindavík í DHL-Höll þeirra KR-inga á síðasta tímabili. Bradford fór á kostum í fjórum leikjum sínum í Frostaskjólinu og var með 36,3 stig að meðaltali í leikjunum.

Nick Bradford mætir aftur í DHL-höllina í kvöld þegar Njarðvík sækir topplið KR heim í Iceland Express deildinni.

Nick Bradford var með 27 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í 70-82 tapi Grindvíkur fyrir KR í bikarnum 21. janúar 2009.

Nick var með 38 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í 84-88 tapi Grindavíkur í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum 4. apríl 2009.

Nick var með 47 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í 107-94 sigri Grindavíkur í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum 9. apríl 2009.

Nick var með 33 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar í 83-84 tapi Grindavíkur í fimmta leik liðanna í lokaúrslitunum 13. apríl 2009.

Nick nýtti 39 af 62 tveggja stiga skotum (62,9 prósent), 13 af 22 þriggja stiga skotum (59,1 prósent) og 28 af 37 vítum sínum (75,7 prósent) í þessum fjórum leikjum.

Það jákvæða við þessar tröllatölur Nick er að hann var aðeins einu sinni í sigurliði í þessum fjórum leikjum og þá þurfti Bradford að skora 47 stig og hitta úr 18 af 27 skotum sínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×