Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 12:00 Hulda Þorsteinsdóttir er fyrst til að keppa ídag. Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi. Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi.
Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira