Sport

Ásdís Hjálmsdóttir í beinni á SVT 2 á Digital Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/Valli
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal keppenda á fyrsta mótinu í Demantamótaröðinni sem fram fer í Katar í dag. Ásdís hefur keppni klukkan 16.40 og það er hægt að sjá beina útsendingu frá mótinu á SVT 2 sem næst á stöð 73 á Digital Íslandi.

Ásdís keppir við marga af bestu spjótkösturum heims á þessu gríðarsterka móti en allir nema Austurríkiskonan Elisabeth Pauer hafa kastað lengur en Íslandsmet Ásdísar frá því í fyrra. Ásdís kastaði þá 61,37 metra en á best 59,98 metra á þessu ári.

Heimsmethafinn Barbora Spotakova er sigurstranglegust en hún vann gull á Ólympíuleikunum í Peking og heimsmet hennar er upp á 72,28 metra.

Hinir tveir verðlaunahafarnir frá því í Peking eru einnig með og þær Christina Obergföll frá Þýskalandi og Mariya Abakumova frá Rússlandi hafa eins og Spotakova kastað yfir 70 metra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×